937 - Google streetview

Á sínum tíma var ég ákaflega hrifinn af Google-earth forritinu þar sem maður gat skoðað loftmyndir af nánast öllum heiminum og virt fyrir sér gatnakerfi og ýmislegt annað.

Nú er ég nýbúinn að kynnast öðru svipuðu forriti frá Google sem heitir Google streetview og hægt er að nálgast í gegnum Google maps. Þar getur maður til dæmis ferðast eftir götum í tilteknum bæjarhlutum víða um heim og skoðað húsin þar og annað, snúið sér á alla kanta og dregið að sér. Bílar og fólk er þar eins og frosið en vel hægt að skoða það. Ekki er þarna um allan heiminn að ræða, t.d. ekkert frá Íslandi.

Mikið er frá Bandaríkjunum og talsvert frá Norðurlöndunum.Víða hafa þeir Goole-menn farið og margt er hægt að skoða. Myndirnar eru teknar með „fiskiauga"-linsu af bílþaki, sýnist mér. Ég gat T.d. skroppið til Kanarí og skoðað þar hótelið sem ég dvaldi á í janúar.

Ég er sammála Sigurði Þór um að sýn Jónasar Kristjánssonar á blogg er afar þröng. Líka sýn margra annarra. Blogg sem eru nær eingöngu fréttakomment og stjórnmálaskrif virðast njóta mikilla vinsælda. Blogg geta bara verið svo margt annað. Næstum hvað sem er. Sjálfum finnst mér ágætt að blanda öllu saman. Fréttakommentum og allskyns hugleiðingum. Svo virðist sem einhver fjöldi fólks hafi áhuga á slíku.

Margir setja stjórnmál svo mikið fyrir sig að þeir hafa hætt á Moggablogginu. Svo virðist sem sumir þeirra hafi þurrkað út allt sitt. Kommentin líka. Sé að sum gömul komment hjá mér eru horfin. Þetta er svolítið slæmt því stundum er einskonar þráður í kommentunum.


Bloggfærslur 20. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband