934 - Hrafn Gunnlaugsson

Einu sinni var ungur maður. Hann hafði gaman af að skrifa. Þegar Menntaskólanáminu lauk gáfu foreldrar hans honum kvikmyndatökuvél. Þau héldu nefnilega að hugur hans stæði til frama á því svið. Svo var þó ekki. Ungi maðurinn vildi nefnilega frekar skrifa. Ákvað að fara til Svíþjóðar og skrifa þar. En hann átti enga ritvél. Ekki lét hann það þó stöðva sig heldur setti auglýsingu í Morgunblaðið um að hann vildi láta kvikmyndatökuvél í skiptum fyrir ritvél. Þessi ungi maður hét Hrafn Gunnlaugsson og heitir enn. 

Hér er það sem ég kem til sögunnar. Þegar þetta var þá var ég nýútskrifaður af Samvinnuskólanum og átti ritvél (vandaða Erica ferðaritvél) sem ég hafði orðið að kaupa mér. Á Samvinnuskólanum var nefnilega kennd vélritun. Ég hafði talsverðan áhuga á ljósmyndun allskonar og hafði fiktað við að framkalla sjálfur. Ég svaraði því auglýsingunni og skipti (að mig minnir á sléttu) við Hrafn.

IMG 1187IMG 1184Hér eru myndir af þessari kvikmyndatökuvél. Ég á hana nefnilega ennþá og Hrafn hefur engan áhuga á henni. Ég hef spurt hann að því. Samt er þetta hugsanlega fyrsta kvikmyndatökuvélin sem hann eignaðist og hann er miklu þekktari fyrir kvikmyndagerð en bókmenntaskrif. Veit samt að hann hefur fengist við slíkt. Er jafnvel ekki grunlaus um að hann hafi bloggað. Örugglega samt ekki mikið og ekki oft. Nenni ekki að gúgla nafnið hans. Aðrir geta gert það ef þeir vilja.

Var um daginn að taka til í drasli hjá mér og rakst þá á þessa vél og eins og hendi væri veifað rifjaðist þessi saga upp fyrir mér.

Vélin er hér með auglýst til sölu.


Bloggfærslur 17. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband