930 - Sólon spilar sóló

Viðtalið við Sólon Sigurðsson fyrrum bankastjóra í Búnaðarbankanum í útvarpi um daginn hefur vakið talsverða athygli. Hann segir að Halldór J. Kristjánsson sem þá var bankastjóri í Landsbankanum hafi beitt sig miklum þrýstingi til að lána Björgúlfunum fáeina milljarða svo þeir gætu keypt Landsbankann. Sjálfur hefði hann lánað S-hópnum til að þeir gætu keypt Búnaðarbankann. Þetta sýnir í hnotskurn hugsunarhátt útrásarvíkingana.

Gátu Bjöggarnir ekki sjálfir betlað sín lán? Máttu þeir ekki vera að því? Sólon lætur eins og nokkrir milljarðar séu bara smápeningar. Gerði Búnaðarbankinn mikið af því á sínum tíma að lána mönnum milljarða? Ekki veit ég það. Hefði ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að prófa að fá slíkt lán.

Er nóg fyrir útrásinga að benda bara hver á annan? Er Sólon orðinn einhver hvítþveginn engill bara af því að hann getur kennt öðrum um sín eigin afglöp? Segist hafa verið beittur þrýstingi. Hvers konar þrýstingi? Hótaði Halldór að segja frá einhverju misjöfnu um Sólon ef hann makkaði ekki rétt?

Einhvers staðar verður að byrja. Væri ekki bara upplagt að byrja á að stinga Sóloni í fangelsi? Kannski hann færi þá að syngja. Segði jafnvel frá einhverju misjöfnu um Halldór Jón eða aðra.

Því amríski herinn svo réttsýnn og rogginn.
Réttir oss sjálfsagt eitthvað í gogginn.

Þetta er vel sagt. Því miður var það ekki ég sem sagði þetta fyrst. Lýsir hugsunarhætti Íslendinga vel. Eftir að þeir höfðu með Bretavinnunni lært að svíkjast um var þeim oft efst í huga að vera mataðir af þeim sem meira áttu undir sér. Þegar kanadátarnir fóru tók eintómt vesen við.


Bloggfærslur 13. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband