920 - Kem bráðum aftur

Já, ég er búinn að vera í næstum mánuð í einskonar sumarfríi á Stóru Hundaeyju (Gran Canary). Sé að sífellt er að verða óvinsælla að blogga á Moggablogginu. Ætla samt að halda því eitthvað áfram. Það er svo auðvelt og þægilegt. Jafnvel til í dæminu að það sé lesið. Fæ ekki séð að með því sé ég eitthvað að þjóna Davíð Oddssyni eða Sjálfstæðisflokknum.

Les meira að segja stundum forystugreinar (eða eru það Staksteinar) Morgunblaðsins sem birtast á Moggablogginu. Kannski skrifar Davíð þær. Veit það auðvitað ekki. Nafnleysið hentar þeim sem ráða stundum og stundum ekki. Í þessum greinum er oft vitnað í Pál nokkurn Vilhjálmsson sem er bloggari hér og talsvert lesinn. Held hann sé (fyrrverandi) blaðamaður. Hvernig væri að láta hann bara skrifa beint og nafnlaust í Moggann?


Bloggfærslur 1. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband