1246 - Meira um WikiLeaks

Nú eru spákonur komnar á kreik og farnar að spá fyrir um næsta ár. Yfirleitt er ekkert að marka þær en þetta er saklaus skemmtun meðan hún meiðir engan. Samt er ekki örgrannt um að einhverjir trúi þessu.

WikiLeaks málið er merkilegasta fréttamálið sem fram hefur komið á þessu ári og því er hvergi nærri lokið. Það er fyrst og fremst barátta milli stjórnvalda og almennings þó stjórnmál blandist auðvitað þar inní. Óeining innan WikiLeaks samtakanna auðveldar stjórnvöldum e.t.v. að ná sínu fram.

Tengsl málsins við Ísland gera það að sjálfsögðu áhugaverðara fyrir okkur og vel getur verið að við eigum næsta leik. Ómögulegt er að segja hvort tengsl Íslands við málið eigi eftir að aukast eða minnka.

Málfrelsi á netinu og höfundarréttur hvers konar finnst mér skipta miklu máli. Ég gæti gerst afar langorður um þau mál. Því fer fjarri að þar sé allt eins klippt og skorið og sumir vilja vera láta. Tölvur og Internet hafa gjörbreytt heiminum á tiltölulega fáum árum og sú breyting er langt frá því að vera um garð gengin.

Stjórnmál munu í vaxandi mæli snúast um gegnsæi og leynd. Leyndarhyggja stjórnvalda hefur beðið mikinn hnekki fyrir tilverknað WikiLeaks. Það er þó ekki ásættanlegt að WikiLeaks eða stjórnendur þar ákveði hvað skuli fara leynt. Stundum er slík leynd bráðnauðsynleg.

Fjölyrt er núna nokkuð um hugsanleg stjórnarslit. Í því sambandi vil ég bara minna á að væntanlega er þingrofsheimild í höndum Jóhönnu Sigurðardóttur. Össur ræður þar eflaust einhverju og að sjálfsögðu Steingrímur. Ástæðulaust er fyrir þau að fara á taugum þó stjórnarandstaðan hafi hátt.

Mér finnst erfitt að skilja íslenska pólitík. Get t.d. ómögulega áttað mig á hvort Guðbjörn Guðbjörnsson og hans menn eru hægra eða vinstra megin við Bjarna Benediktsson og afganginn af sjálfstæðisflokknum.

Þegar rætt er um stjórnmál er freisting að vera persónulegur. Flest blogg eru það. Samt er það ekki árangursríkt til langframa. Stefnan ætti að vera það mikilvægasta og er það yfirleitt hvað sem hver segir.

IMG 3987Tvær mílur = þónokkrir kílómetrar.


Bloggfærslur 30. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband