1233 - WikiLeaks, stjórnlagaţing o.fl.

Held ég hafi beinlínis látiđ ţess getiđ í lok síđasta bloggs ađ nú myndi ég fjalla eitthvađ um ţađ sem nefnt er hér í fyrirsögninni.

Sögunni um WikiLeaks er alls ekki lokiđ. Beđiđ er eftir bankahneyksli og reynt ađ koma Assange til hjálpar. Stjórnvöld margra landa eru ţó mjög hikandi viđ ađ taka af skariđ. Vilja forđast ađ styggja Bandaríkjastjórn. Stórmannlegt er ţađ ekki en skiljanlegt. Íslensk stjórnvöld gćtu sem best tekiđ ađ sér ađ hýsa WikiLeaks-skjölin og lýst yfir stuđningi viđ ađgerđirnar, ţví ekki hefur sannast ađ stjórnendur WikiLeaks hafi gert neitt ólöglegt. Hérlend stjórnvöld liggja hundflöt fyrir Bandaríkjastjórn í sumum málum en hafa gengiđ ţvert gegn vilja hennar í öđrum.

Jónas Kristjánsson hinn orđhvati fyrrum ritstjóri bauđ sig fram til stjórnlagaţings. Satt ađ segja reiknađi ég međ ađ hann vćri međ öruggustu mönnum inn á ţingiđ. Svo fór ţó ekki. Á bloggi sínu skrifar hann nú hverja greinina eftir ađra um hvernig taka skuli á málum á ţinginu. Einnig skrifar hann um ýmislegt annađ og satt ađ segja getur vel veriđ ađ meira gagn sé ađ honum viđ ţau skrif en hefđu orđiđ á stjórnlagaţinginu.

Fylgdist dálítiđ međ Alţingisumrćđum í dag. Ríkisstjórnin missti fjárlagafrumvarpiđ nćstum út úr höndum sér. Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Dalamađur studdu ekki frumvarpiđ og er ríkisstjórnin veikari á eftir.

Síđan var byrjađ ađ rćđa Icesave-máliđ. Mat mitt er ađ Bjarni Benediktsson og langflestir ţingmenn sjálfstćđisflokksins muni á endanum greiđa atkvćđi međ nýja samningnum og hann ţví verđa samţykktur međ verulegum meirihluta. Fari svo hef ég ekki trú á ađ ÓRG muni neita ađ skrifa undir lögin en hann muni e.t.v. gera ţađ ef samningurinn verđur naumlega samţykktur.

Hef veriđ ađ lesa undanfariđ í Austantórum Jóns Pálssonar. Merkileg bók og eftirminnileg. Unga fólkiđ í dag gerir sér litla grein fyrir ţeim erfiđleikum sem forfeđur okkar ţurftu oft á sig ađ leggja viđ ţađ eitt ađ hafa í sig og á auk nauđsynlegra ferđalaga. Eftirminnilegustu frásagnirnar sem ég las í gćrkvöldi eru annars vegar um ferjur og hins vegar um kindur. Hér međ eru ţeir varađir viđ sem lítinn áhuga hafa á slíku.

Ţađ var ekki fyrr en um 1890 sem fyrst kom brú á Ölfusá og nokkrum árum síđar á Ţjórsá. Fyrir ţann tíma voru lögferjur á helstu stórám og ţessar tvćr voru ađ sjálfsögđu ţar á međal. Jón Pálsson ţekkir ađ sjálfsögđu best ferjurnar og ferjustađina á Ölfusá sem voru viđ Óseyrarnes og Kotferju. Einnig var oft fariđ á milli hverfa sem kallađ var eđa milli Arnarbćlis í Ölfusi og Kaldađarness. Á vetrum var oft íshröngl í ánni og hún erfiđ yfirferđar. Mestu hćttuna töldu ferjumennirnir sjálfir ţó oftast vera ef margir biđu ferjunnar í einu ţví ţá var bćđi hćtt viđ trođningi miklum og ađ ferjan yrđi ofhlađin. Vćri ágjöf ađ ráđi ţyngdist farangur oft mjög og jókst ţá ágjöfin ađ sjálfsögđu og gat ferjan sokkiđ. Slys voru samt fátíđ en komu fyrir, einkum vegna ofhleđslu.

„Áriđ 1880 fluttist Árni sýslumađur Gíslason frá Kirkjubćjarklaustri á Síđu til Krísuvíkur. Lét hann ţá um haustiđ reka flest sauđfé sitt samtals 1207 fjár, ţangađ. Var fjárrekstur ţessi allur fluttur yfir Ölfusá á ferjustađnum í Óseyrarnesi. Ferjutollurinn fyrir flutning ţennan allan var talinn ađ hafa veriđ 7 kindur fullorđnar á ýmsum aldri og mismunandi ađ gćđum."

Ţessi klausa er orđrétt úr Austantórum og ţví má bćta viđ ađ flutningur ţessi var á engan hátt merkilegur ţó féđ vćri margt. Flestallt féđ fórst hinsvegar fljótlega og ţađ var óvenjulegt. Bćđi varđ ţađ dýrbít ađ bráđ en einkum týndi ţađ lífinu vegna stroks. Svo var heimţráin sterk í kindunum ađ ţćr hentu sér hiklaust til sunds í stórárnar og fórust hópum saman viđ ađ reyna ađ komast yfir ţćr. Um 60 kindur komust austur undir Eyjafjöll og voru handsamađar ţar. Einungis einn sauđur og ein dilkćr međ lambi sínu komust alla leiđ í heimahagana viđ Kirkjubćjarklaustur.

IMG 3871Hús í Kópavogi.


Bloggfćrslur 17. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband