1229 - PWC, WikiLeaks o.fl.

„Reikningar bankanna rannsakaðir", segir í fyrirsögnum blaða. Nú eru meira en tvö ár liðin frá hruni og mér finnst merkilegt að þetta hafi ekki verið rannsakað fyrr. Ég hef heldur ekki séð neitt um hvernig háttað er sambandi stóru alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækjanna við íslensku fyrirtækin með sömu nöfnunum. Jenný Stefanía Jensdóttir segir hinsvegar á sínu bloggi: 

„Allt tal um að sækja megi  skaðabætur til PwC LLP aðalstöðvanna er þó út í hött, og þegar lögfræðingar tala þannig afhjúpa þeir fjarvistasönnun úr kennslustund í félagarétti.  LLP er fyrir aftan öll helstu endurskoðunar og lögfræðingafyrirtæki heimsins, og þýðir takmörkuð ábyrgð, sem þýðir að félögin bera enga skaðabótaábyrgð ef að önnur fyrirtæki í keðjunni gera sig sek um vanrækslu eða saknæmar athafnir.

Löggiltum endurskoðendum er skylt að hafa ábyrgðartryggingu sem bætir slík tjón, og af fréttum að dæma er tryggingafélag flestra þeirra í London."

Ég hef mikla tilhneigingu til að trúa þessu. Margir yrðu eflaust ánægðir ef bresk fyrirtæki yrðu að greiða Íslendingum skaðabætur vegna þessa.

Mikil ófrægingarherferð stendur nú yfir gagnvart WikiLeaks og Julian Assange. Stuðningur við WikiLeaks virðist þó vera mikill meðal almennings. Líklegt er að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Eða þá að óbirt séu skjöl í fórum WikiLeaks sem þeim er mjög í nöp við að birtist. Atlaga þeirra og annarra stjórnvalda að málfrelsi á netinu er dæmd til að mistakast.

Moggabloggarinn Aðalbjörn Leifsson segir í athugasemd við blogg sem reyndar er um sprengingarnar í Stokkhólmi en virðist þó tengjast WikiLeaks.

„Þeir sem styðja vinstri hreyfingarnar eru annaðhvort illa gefnir eða illa innrættir nema hvorttveggja sé. Sosialisminn kemur frá helvíti, en hjálpræðið kemur frá Gyðingum.

Múhameð og hans sveinar, taglhnýtingar Satans, fremja óhæfuverk. Hvernig í ósköpunum datt Ariel að gefa eftir land fyrir frið???"

Mér er ekki kunnugt um hvort ummæli sem þessi eru á bloggi Aðalbjörns. Læt svo útrætt um þetta mál að sinni.

Icesave, Icesave, Icesave. Ég er búinn að komast að því eftir langar og ítarlegar rökræður við sjálfan mig að Icesave-málið stendur og fellur með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og er óþarfi að rekja þær merku rökræður hér.  

Þær þrjár örsögur sem ég hef hingað til birt á mínu bloggi eru mjög ólíkar að allri gerð. Öðum finnst það kannski ekki og óneitanlega taka þær talsvert pláss. Mér finnst ég ekki vera að apa eftir neinum með þessum sögum. Hef þó hrifist nokkuð af sögum þeim sem Jens Guð hefur borið á borð fyrir lesendur sína. 

Nú bregður svo við þegar ég ætla að byrja á fjórðu örsögunni að ég hef ekkert að segja. Auðvitað væri rangt hjá mér að pína sjálfan mig til athafna á þessu sviði og því er ég að hugsa um að hvíla mig á þessu.

IMG 3937Aðventuljós.


Bloggfærslur 13. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband