1215 - Að kosningum loknum

Léleg kjörsókn í stjórnlagaþingskosningunum er aðallega til marks um lítinn áhuga ungs fólks á stjórnmálum. Það getur vel orðið spennandi að fylgjast með því sem gerist á stjórnlagaþinginu og hvernig Alþingi muni fara með það sem þaðan kemur. Er strax farinn að hlakka til næstu alþingiskosninga. Samt er engan vegin ljóst hvenær þær verða eða hvernig og um hvað þær muni snúast. Það getur líka vel verið að þjóðaratkvæðagreiðslur verði fyrr.

Þeir sem heima sátu voru vissulega að styrkja atvinnupólitíkusana í sessi. Stjórnlagaþingið verður veikara en ella með svona lítið kjörfylgi og það eru vonbrigði hvernig þessar kosningar fóru kjörsóknarlega séð eins og sagt er á miður góðri Íslensku. Alveg er þó eftir að sjá hverjir verða kosnir og hvernig þeir standa sig.

Kjósendur höfnuðu langflestum þeirra mörgu frambjóðenda sem boðið var uppá. Við því er ekkert að gera og var að sjálfsögðu vitað. Persónukjör er bara svona og tíðkast samt víða um lönd. Búast má við að áhrif þrýstihópa, lobbyismi hverskonar og allavega mútustarfsemi muni aukast ef persónukjör verður tekið upp við alþingiskosningar. Kosturinn við það væri samt sá að leyndarhyggjan ætti að minnka. Hlutirnir gætu sem best færst meira uppá borðið og orðið sýnilegri.

Við það ætti fjölmiðlun öll að breytast og batna. En gerist þetta? Ég efast um það. Flokksmaskínurnar mala hægt en þær mala örugglega. Flokkarnir eru stofnanir sem búnar eru að koma sér vel fyrir, hafa mikil völd og kunna með þau að fara. Stundum flýr hæfileikafólk á náðir þeirra því með þeirra hjálp er oft hægt að ná langt. Undanfarið hafa þó flokkshestarnir haft vinninginn og hæfileikafólkið forðast flokkana.

IMG 3831Frosið vatn.


Bloggfærslur 29. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband