1187 - Heimssýn og stjórnlagaþing

Á sama tíma og átök harðna hvað snertir inngöngu í ESB eru landsmenn að undirbúa sig undir stjórnlagaþing. Satt að segja er ekki ólíklegt að þessi tvö mál eyðileggi nokkuð hvort fyrir öðru og hrunsmálin spila að sjálfsögðu inn í allt saman. Gera verður þá kröfu til þeirra sem á stjórnlagaþing veljast að þeir láti af öllum einstrengingshætti varðandi þessi mál. Ef þokkaleg sátt á að nást um stjórnarskrána verður að sætta sig við að hún verði loðin og óákveðin hvað snertir afstöðu til þessara mála.

Heimssýnarmenn eru dálítið með böggum hildar þessa dagana. Ástæðan er sú að strategía þeirra er öll farin út um þúfur og fylgið við Evrópusambandsandstöðuna að hverfa. Eins og veröldin virtist blasa við þeim fyrir nokkrum vikum síðan.

Sú hugmynd þeirra að fá alþingi til að samþykkja þingsályktun um að hætta viðræðunum við ESB gekk ekki. Þá var brugðið á það ráð að reyna að fá fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það var heldur vafasöm aðgerð því líklega hefði verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni að halda viðræðunum áfram. Heimssýnarmönnum til happs þá klúðraði Vigdís Hauksdóttir því máli öllu.

Nú sjá þeir helstu möguleika felast í því að reyna að kljúfa vinstri græna og fá þá til þess að hætta stuðningi við ríkisstjórnina ef ekki verður.... Ja, ef ekki verður hvað? Veit ekki hvers þeir krefjast núna en hátt hafa þeir um mútur, segja að nú fari fram aðlögunarviðræður við Sambandið og að aldrei verði nein þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.

Jólin eru um það bil að halda innreið sína í verslanir og glugga þeirra. Mörgum finnst þetta með fyrra móti en verslunareigendur segja auðvitað að markaðurinn krefjist þessa. Merkilegur guð þessi markaður. Trúin á hann og gullkálfinn virðist sterkari en nokkur önnur trú. Segi ekki meira um trú og trúleysi því það er ávísun á endalausar flækjur. Nóg er nú samt.

Kunna bankamenn ekki að reikna eða er Marínó sjálfur eitthvað tæpur?

IMG 3561Ofneysla á ís getur verið hættuleg.


Bloggfærslur 1. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband