1161 - Eitthvað verður þetta að heita

Fyrirbrigði eins og Útvarp Saga, Facebook, Blogg-gáttin og fleira þess háttar koma til með að valda straumhvörfum í næstu Alþingiskosningum. Áhrif hinna hefðbundnu fjölmiðla verða hverfandi. Ríkissjónvarpið mun þó áfram skipta máli.

Fésbókin, Moggabloggið og allskonar fyrirbrigði sem fyrirfinnast á Netinu eru sífellt að verða fyrirferðarmeiri. Hinir gömlu prentuðu fjölmiðlar í formi dagblaða hafa ekki bara týnt tölunni heldur fara áhrif þeirra sífellt minnkandi. Það er erfitt að átta sig á hvaða stefnu atburðir taka á Íslandi um þessar mundir. Stjórnmálaástandið er ótryggara en það hefur nokkru sinni verið.

Bloggarar er sá hópur fólks sem stjórnmálamenn óttast hvað mest. Sá ótti er þó ástæðulaus því þeir eru af mismunandi sauðahúsi og fylgja allskonar stjórnmálastefnum. Eiginlega er það eina sem er sameiginlegt með þeim er að þeir hafa gaman af að skrifa.

Það er ekki alveg öruggt að texti sé réttur þó hann sé á útlensku. Þetta fann ég á Netinu og birti hér í leyfisleysi og með öllu án ábyrgðar:

The inhabitants of Egypt were called mummies. They lived in the Sarah Dessert and traveled by Camelot. The climate of the Sarah is such that the inhabitants have to live elsewhere, so certain areas of the dessert are cultivated by irritation. The Egyptians built the Pyramids in the shape of a huge triangular cube. The Pramids are a range of mountains between France and Spain.

Búinn að breyta tilhögun minni á að fara fram á fésbókarvináttu. Er ekki frá því að það beri talsverðan árangur. Hægra megin á fésbókarsíðunni koma mjög oft upp tillögur um slíka vini og þá er gjarnan sagt hve margir sameiginlegir slíkir finnast. Ef ég kannast við þá sem þar er stungið upp á sendi ég þeim beiðni, ef ég man.

Fremst af öllum Fésbókeð
finnur mína vini.
Enda gjarnan allt mitt streð
á Agli Helgasyni.

Finnst mótmælin á Austurvelli vera orðin fullmikið fjölmiðlasjó en er samt alls ekki frá því að þau hafi áhrif. Í hvaða átt veit ég bara ekki. Vonandi þó til bóta. Þau eru orðin ansi vel skipulögð en ekki verri fyrir það. Tók á sínum tíma svolítinn þátt í búsáhaldabyltingunni en hef ekki nennt niður í bæ að undanförnu.

IMG 3282Hlíðarendi í Ölfusi. Þarna var síðast búið 2001.


Bloggfærslur 6. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband