1170 - Fésbókin er fáránleg, finnst mér vera stundum

Ég er ekki Biblíufróður maður en einhvern vegin sýnist mér að margt í eftirfarandi texta sé meira en vafasamt. Er ekki Biblían annars öll þannig? Nenni ekki að reyna að þýða þetta. Held að þetta sé úr skólaritgerðum:

The Bible is full of interesting caricatures. In the first book of the Bible, Guinesses, Adam and Eve were created from an apple tree. One of their children, Cain, asked "Am I my brother's son?" God asked Abraham to sacrifice Issac on Mount Montezuma. Jacob, son of Issac, stole his brother's birthmark. Jacob was a partiarch who brought up his twelve sons to be partiarchs, but they did not take to it. One of Jacob's sons, Joseph, gave refuse to the Israelites.

Pharaoh forced the Hebrew slaves to make bread without straw. Moses led them to the Red Sea, where they made unleavened bread, which is bread made without any ingredients. Afterwards, Moses went up on Mount Cyanide to get the ten commandments. David was a Hebrew king skilled at playing the liar. He fougth with the Philatelists, a race of people who lived in Biblical times. Solomon, one of David's sons, had 500 wives and 500 porcupines.

Það er enginn vandi að hætta að reykja. Flestir reykingamenn gera það oft á dag. Það er spurningin um að gera þá hættingu (dæmigerður nafnorðastíll - ættaður úr ensku og menn geta verið á móti honum ef vill - ræðum það betur seinna) varanlega sem vefst fyrir sumu reykingafólki.

Einu sinni var það svo að nikótíntyggjó fékkst aðeins í apótekum gegn lyfseðli. Sú vitleysa var afnumin um áramótin 1990 og ´91. Þá hætti ég að reykja og skömmu seinna braust út styrjöld í Austurlöndum nær og Hekla gamla gaus pínulítið. Áður hafði ég margoft reynt að hætta og meðal annars reynt að virkja vísnagerð í því skyni:

Bindindi ég herlegt hóf
og heilsu minnar gætti.
Föstudaginn níunda nóv.
við nikótínið hætti.

Þetta dugði mjög skamma stund en tyggjóið mun betur.

Já, nú er ég eiginlega farinn að taka alvarlega þátt í fésbókarvitleysunni. Kannski er ég með þessu að leggja mitt lóð á vogarskálarnar um að eyðileggja fyrirbærið. Ég sendi nefnilega vinabeiðnir þar alveg villivekk og fer varla þangað nema bara til að sinna málum sem sérstaklega er til mín beint. Kannski haga aðrir sér svipað. Hvað veit ég. Hef samt ekki séð bloggað um þetta mál.

IMG 3435Tré.


Bloggfærslur 15. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband