812 - Persónukjör og fleira

Fyrir nokkru var sagt frá því í fjölmiðlum að sveitarstjórnir vildu ekki mæla með að persónukjör yrði viðhaft við sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. 

Röksemdirnar sem færðar voru fyrir þessu voru allar einstaklega fáránlegar. Sumar jafnvel fáránlegri en það að fólk réði ekki við þetta því það væri svo heimskt. Þó var það nefnt.

Man eftir að nefnt var líka að fólk gæti „lent í því" að verða kosið í sveitarstjórn þó það hefði ekki ætlað sér slíkt. Sömuleiðis að talning yrði tímafrekari og að úrslit mundu kannski ekki liggja fyrir alveg strax.

Ef fólk gefur kost á sér á lista en er ekki tilbúið til að taka því að „lenda í" sveitarstjórn til hvers er það þá á lista? Eingöngu til að vekja athygli á sér eða hvað?

Í Mogganum um daginn var sagt frá einhverjum írskum gaur sem ætlar að halda leynilega tónleika í Reykjavík. Það líst mér vel á. Spurning samt hve leynilegir þeir eru fyrst Mogginn komst á snoðir um þá.

Ég er ákveðinn í að halda leynilega tónleika einhverntíma í vetur. Þeir verða sko alveg leynilegir. Sennilega fæ ég ekki einu sinni að vita um þá sjálfur og allsekki Mogginn.

Fór í gær í Apótek. Það sem ég keypti kostaði ekki neitt. Samt fór ég í apótek þar sem ég hélt að vörur væru fremur ódýrar. Spurning hvort tekur að hugsa um það þegar hlutirnir kosta ekkert. Í apótekinu fletti ég eintaki af „Séð og heyrt" meðan ég beið. Þá kom þessi vísa fljúgandi til mín. Ekki merkileg eða neitt þannig.

Simmi komst í „Séð og heyrt"
sitt með vín.
Hafði ekki heldur keyrt
heim til sín.

 

Bloggfærslur 23. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband