7.8.2009 | 00:09
766- Siðferði á bloggi og dálítið um Icesave
Nú virðist endanlega komið í ljós að þeir Moggabloggsmenn ætla ekki að opna aftur á DoctorE. Mér finnst það skaði því margt af því sem Doctorinn safnaði saman víðs vegar að var fengur í að skoða. Hans eigin skrif höfðuðu ekki alltaf til mín þó oft væri hann beinskeyttur mjög og kæmist vel að orði. Líklega er tilgangslaust að skrifa meira um þetta mál að sinni. Það er samt ekki gleymt þó stjórnendur bloggsins vonist eflaust til þess.
Salvör Gissurardóttur skrifaði einu sinni mikið um siðferði bloggsins og ég sakna þess hve lítið hún skrifar á Moggabloggið nú orðið. Fyrir löngu sagði hún að vissulega skipti miklu máli hver ætti það svæði sem bloggað væri á. Það kæmi ef til vill seinna í ljós.
Mér finnst Moggabloggið að mörgu leyti hafa opinberað sinn innri mann með lokuninni á DoctorE. Samt er ennþá margt gott um það að segja. Þjónustan þar er afbragðs góð. Þeir fylgjast nokkuð vel með nýjungum þó ég notfæri mér fáar þeirra og leyfa hverjum sem er að blogga. Gefa þannig mörgum tækifæri til að hella úr skálum öfga sinna. Það allra besta er samt að með skrifum þar er auðvelt að ná til nokkuð margra.
Að stjórnendur Moggabloggsins skuli vilja hafa stjórn á því hvað og hvernig er skrifað þar er ekkert skrýtið. Allir mundu vilja það. Þeir vilja að sjálfsögðu að sem minnst fari fyrir ritstjórn þeirra en ég vil halda áfram að fjalla um hana.
Allir þeir sem um sárt eiga að binda vegna ofstjórnar þeirra Moggabloggsmanna mega láta af sér vita í kommentakerfinu mínu. Það er opið öllum en verður það kannski ekki lengi. Ef mikið verður kvartað undan ritstjórninni á ég fastlega von á að farið verði fram á það við mig að ég loki á ákveðna einstaklinga og jafnvel að blogginu mínu verði lokað.
Eftir langar og ítarlegar rökræður við sjálfan mig hef ég komist að raun um að ég er á móti því að samþykkja Icesave samninginn eins og hann er. Eða réttara sagt eins og okkur er sagt að hann sé.
Fréttaflutningur af þessum stóra samningi hefur verið í miklu skötulíki frá byrjun. Þó hefur verið ljóst frá upphafi kreppunnar fyrir meira en níu mánuðum hvernig málið er í aðalatriðum vaxið. Reynt hefur verið að leyna sem mestu í sambandi við allt sem snertir þetta stórmál. Það er óþolandi. Ég vil vita nákvæmlega hver skuldin er og um hvað er samið. Einnig hvernig mál hafa þróast og hver áhrif neyðarlaganna eru á samninginn og hver áhrif hans eru á ESB umsóknina.
Fjárlaganefnd Alþingis er búin að hafa þetta mál til meðferðar alllengi og ekki er útilokað að umfjöllun hennar skýri eitthvað. Það er bara alltof seint. Almenningur hefði átt að fá að vita miklu meira um þetta mál og fyrir löngu síðan.
Stjórnvöldum er mátulegt að þetta verði kolfellt. Þó er sú ríkisstjórn sem nú situr skárri en fyrirrennarar hennar og næstum örugglega betri en þeir möguleikar sem bjóðast kynnu ef hún hrökklast frá.
Sennilega binda flestir vonir við að Alþingi vísi þessu máli frá eða gera á því svo gagngerar breytingar að það ónýtist. Hvað þá tekur við er ómögulegt að vita og ekki æskilegt.
Og fáeinar myndir í lokin.
Allt er vænt sem vel er grænt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Bloggfærslur 7. ágúst 2009
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson