763- Icesave vs. málfrelsi

Gaman að fá svona mörg komment eins og ég hef fengið að undanförnu.  Sum eru minnisstæðari en önnur. Einum man ég eftir sem rökstuddi það í löngu máli að við ættum ekki að vera að tala um lítilvæg mál meðan örlagaþrungin og alvarleg mál eins og Icesave væru til umfjöllunar hjá öðrum bloggurum. 

Útilokun DoctorE frá Moggablogginu er ekki lítilvægt mál. Kannski er Icesave-málið samt merkilegra a.m.k. núna. Lítið væri samt varið í að allir bloggarar skrifuðu um það sama. Sumir eru miklu betur að sér um Icesave en ég.

Nú ætti brahim að verða kátur. Er ég ekki einn ganginn enn farinn að skrifa um DoctorE? Líklega í átjánda sinn. Málfrelsi er orðin alger þráhyggja hjá mér. Er líka talsvert uppsigað við miðla (jafnvel fjölmiðla) en það er önnur saga.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja bendir á að ekki væri síður ástæða til að banna hellirinn.blog.is en DoctorE. Sammála Tinna, en þetta er bara hinn endinn á stjórnmálarófunni og Moggabloggið tekur ekki hart á slíku.

Annars var það ekki ætlun mín að tala um flokkspólitík. Það hef ég gert áður og reglulegir lesendur mínir hafa ekki áhuga á því.

Kristinn Theódórsson skrifar ágæta blogg-grein um DoctorE. Ætla ekki að endurtaka það sem hann segir en bendi bara áhugsömum á að lesa greinina hans. Svanur Gísli Þorkelsson, sem ég met mikils sem bloggara, kommentar svo á þá grein og ekki má missa af því heldur.

Skondið að sjá svo í nýrri færslu hjá Kristni vísað í komment við grein mína þar sem talað er um „trúlausa trendið" eða eitthvað þess háttar.

Bið forláts á því hvað síðasta færsla var óralöng. Hún var samt nokkuð fljótlesin. Núna verður þetta styttra.

Páll Magnússon hefði átt að hunsa bann það sem Rúnar sýslumaður setti á fréttaflutning RUV. Allir vita að bannið verður dæmt ólöglegt og þessvegna er þetta augljós skrípaleikur.


Bloggfærslur 4. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband