761 - Enn um DoctorE

Það má kalla það málefnafátækt hjá mér að blogga nú enn einu sinni um DoctorE sem ekki fær lengur að blogga á Moggablogginu. Mér bara blöskrar ritskoðunin, einsýnin og skinhelgin og fæ ekki orða bundist. Árni Matthíasson og félagar eru búnir að fá mörg tækifæri til að komast út úr þessu máli með sæmilegum sóma. Það geta þeir ekki lengur. 

"Reynsla mín af Árna er sú að hann á ekki til bakkgír, gefur sig ekki og skiptir ekki um þá skoðun sem hann bítur í sig. Geri hann það núna væri það bara til að láta mig hafa rangt fyrir mér í þessu efni."

Þetta segir Haukur Nikulásson í kommenti á mínu bloggi um þessi mál. Þetta óttast ég að sé satt og rétt. Sem betur fer er Árni samt ekki æðsti maðurinn á Mogganum. Þar er ritstjóri sem Ólafur Stephensen heitir. Hann gæti skipað Árna að haga sér eins og maður og opna bloggið aftur hjá DoctorE. Kannski finnst honum samt betra að sitja undir því að vera sagður andsnúinn málfrelsi en að Morgunblaðið éti ofan í sig áður sögð orð.

Þetta mál hefur ekkert með Guðsótta og góða siði að gera. Við vitum öll að Doksi er andsnúinn hverskonar trú og hjátrú og oft afar orðljótur. Hingað til hefur hann samt komist upp með það og ekki verið fólki til ama þó vissulega séu þeir til sem andsnúnir eru honum. Stjórnendur Moggabloggsins hafa líka látið hann að mestu í friði.

Það sem Árni og Co. hafa einkum hengt hatt sinn á í því máli sem orsakaði lokun á nefndu bloggi eru tvö atriði. Hið fyrra er að Doctorinn hafi farið óviðurkvæmilegum orðum um „konu úti í bæ". Hún hafði spáð miklum jarðskjálfta sem auðvitað kom ekki fram og hrætt með því einhverja. Í viðtölum í dagblöðum og öðrum ritum hafði konan spáð þessum náttúrhamförum og var því engin „kona úti í bæ" eins og Árni Matt vill vera láta.

Hitt atriðið er að Doctorinn hafi ekki ansað bréfi sem þeir Moggabloggsmenn sendu honum. Þetta bréf segist DoctorE aldrei hafa fengið. Gegn neitun hans er fullyrðing Árna um þetta ómerk með öllu.

Lára Ólafsdóttir er ekki af baki dottin. Fjölmiðlarnir styrkja hana líka eftir mætti. Loksins kom smá-jarðskjálfti og blöðin voru fljót að þefa uppi hneykslismöguleika. „Já, þið trúðuð mér ekki, en nú er þetta komið fram og svo fáið þið eldgos eða eitthvað enn verra í hausinn á ykkur, helvítin ykkar" segir hún efnislega í viðtölum.

Þrátt fyrir allt sem á hefur gegnið er ég viss um að Árni og DoctorE geta fundið lausn á þessu máli ef þeir ræða saman.

 

Bloggfærslur 2. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband