778. Neyðarlögin

Neyðarlögin skáru glæpamennina alla úr snörunni - er sagt. Auðvitað er það alveg rétt. Að breyta forgangsröð við gjaldþrotaskipti og heita því að allar innistæður Íslendinga væru tryggðar var svo vitlaust að undarlegt er að alþingismenn hafi ginið við því. Neyðarlögin eru versta verk þáverandi ríkisstjórnar. Samanborið við það var aðgerðarleysið næstum afsakanlegt.

Einkennilegt að blogga eins og herforingi á hverjum degi og verða aldrei efnislaus. Mismerkilegt er það samt sem ég ber á borð.

Annar lapskáss bar á borð
og beinakex fyrir náðarorð.
Hinn gaf okkur harðan fisk
og hangikjöt á silfurdisk.

Sagði Gestur á Hæli einhverju sinni um presta tvo sem predikað höfðu í sömu kirkju við sömu messu.

Emil Hannes Valgeirsson skrifar um sína blogg-ritstjórnarstefnu um daginn.

Mín ritstjórnarstefna er fyrst og fremst engin. Nokkur atriði bregðast þó sjaldan.

1.. Bloggin mín eru alltaf númeruð og ég veit ekki betur en ég hafi haldið réttri númeraröð frá upphafi. Þetta er mikið afrek segir Hrannar Baldursson.

2.. Ég blogga flesta daga.

3.. Ég linka afar sjaldan í fréttir.

4.. Ég er afskaplega íhaldssamur varðandi útlit bloggsins og þori sjaldan að breyta nokkru á stjórnborðinu.

5.. Birti aldrei myndir á mínu bloggi sem ég hef fundið einhversstaðar á Netinu. Veit ekki af hverju. Mikinn fjölda af góðum myndum og myndböndum hef ég fyrst séð á bloggum annarra.

Að öðru leyti eru bloggskrif mín fremur stefnulaus. Markmiðið er að koma lesendum á óvart. Auðvitað tekst það ekki nema einstöku sinnum. Frumleiki er nefnilega fjandi erfiður.


Bloggfærslur 19. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband