772 - Flasa er ekki til fagnaðar

Af hverju skyldu menn vera að lesa bloggið mitt? Skipti þeim gjarnan í flokka sem það gera. Ættingjar og gamlir skólafélagar eru í fyrsta flokknum. Ýmsir kunningjar og vinir í þeim næsta. Aðrir bloggarar sem ekki vita frekar en ég hvað þeir eiga af sér að gera í þeim þriðja. Og hugsanlega ýmsir aðrir í þeim síðasta. En hverjir? Og hversvegna? Vil gjarnan að sá hópur sé sem stærstur og bloggið mitt svo rosalega merkilegt að menn fái bara ekki staðist snilldina. Á samt erfitt með að telja sjálfum mér trú um þetta. 

Er þá sama hvað ég blogga um? Eru það virkilega fyrirsagnirnar sem mestu máli skipta? Vil ekki trúa því. Fólk vill helst lesa um einhverja óáran. Icesave eða þessháttar. Af hverju fólk er að kvelja sjálft sig með því að lesa endalaust um svona ótíðindi veit ég ekki. Nær væri að lesa eitthvað uppbyggilegt. Hvað er þá uppbyggilegt? Barnauppeldi og þess háttar? Já, sennilega.

„Óttalegt fjas er þetta."

„Nú, eitthvað verð ég að skrifa um."

„Nei, það væri best fyrir þig að sleppa því."

„Einmitt það já. Þá er ég bara hættur og farinn."

Leit á mbl.is í kvöld til að athuga með landsleikinn. Snillingurinn sem skrifaði þar lýsinguna hafði þó mestu ánægjuna af mér með að lýsa því yfir að fyrri hálfleikurinn hefði verið daufur og vonandi væri að áhorfendur fengju meira fyrir aurinn í seinni hálfleiknum.

Veit ekki um hvaða skít hann var að tala. Hugsanlega átti hann við aurana eða jafnvel eyrinn og að síðari hálfleikurinn yrði fjörugri en sá fyrri.

Nú er semsagt búið að skipa í eina fínustu og óþörfustu silkihúfunefnd landsins en það er svokölluð Þingvallanefnd. Ekki mundi ég vilja vera í þeirri nefnd. Eftir nýjustu skipun eru víst í henni: Björgvin G. Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Höskuldur Þórhallsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

 

Bloggfærslur 13. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband