760- DoctorE á leið í heimsfréttirnar

Já, það segir hann sjálfur. Það er naumast að það er upp á honum typpið núna. Sjálfsagt á að tala illa um Árna Matt og fleiri.

Get ekki hætt að hugsa um DoctorE og útilokun hans af Moggablogginu. Í framhaldi af öllu því sem sagt hefur verið um það mál legg ég eftirfarandi til:

DoctorE biður Láru spámiðil í Hveragerði afsökunar á því að hafa kallað hana geðsjúkan glæpamann og fjarlægir jafnvel færsluna um hana ef ÁM vill það endilega.

Allir láta eins og ekkert hafi skeð og DoctorE fær að halda áfram á spúa speki sinni yfir þá sem á hann vilja hlusta.

Allir aðrir (þar á meðal ég) reyna að gleyma því sem þeir hafa sagt um þetta mál. Moggabloggið er aðal. Önnur blogg eru lakari. Þannig hefur það verið og þannig mun það halda áfram að vera.

Sjálfur mun ég halda áfram að blogga og taka því með jafnaðargeði þó kommentum fjölgi úr hófi. Annars er gaman að fylgjast með mönnum rífast á sínu eigin bloggi. Jafnast fátt á við það. Langir svarhalar eru bráðskemmtilegir.

Búið er að drepa venjulegar bréfaskriftir. Það var tölvupósturinn sem gerði það og nú er hann sjálfur að dauða kominn. Kannski er fésbókin að drepa hann. Held samt að hann hafi verið hætt kominn vegna spammsins. Bloggið blívur samt ennþá. Bloggveitur eins og Moggabloggið reyna þó að ganga frá öllum sem andmæla þeim eða hafa aðrar skoðanir en þær viðurkenndu.

Sjálfur hef ég fá venjuleg bréf skrifað síðan dóttir mín var skiptinemi í Wyoming í Bandaríkjunum laust eftir 1990. Þá skrifaði ég henni veglegt sendibréf í hverri viku. Þeim mun fleiri blogg hef égskrifað undanfarin ár en engin fésbókarinnlegg. Fésbókin held ég að komi ekki til með að útrýma blogginu. Það getur samt orðið einhvern tíma. Og twitterinn svo fésbókinni kannski? Hvar endar þetta?

Bráðsniðugt er að kalla facebook andritið. Heyrði það nafn fyrst í dag (í gær). Sýnist samt að „fésbók" ætli að verða ofan á. Enginn vafi er á að orðið „blogg" er búið að öðlast þegnrétt í íslensku máli. E-meilið ekki. Tölvupóstur er sennilega algengast að nota um það fyrirbrigði. Áhugavert er að sjá hvernig nýjungar öðlast íslensk nöfn. Einu sinni var oft talað um þrýstiloftsflugvélar og helikoptera. Nú væri sá álitinn með réttu skrítinn sem ekki vildi nota orðin þota og þyrla.

 

Bloggfærslur 1. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband