644. - Bara til að skrifa eitthvað og linkur í góða vísu

Hef ekki mikið fylgst með fréttum og þessháttar undanfarið. Fór á Akranes og gerði fátt blogglegt. Tók nokkrar myndir samt.

Á laugardagsmorgun las ég á mbl.is um eitthvert „killing spree" sem virðast vera að verða sífellt algengari. Þar stóð meðal annars:

Fyrstu fréttir hermdu, að árásarmaðurinn væri ungur af asískum uppruna. En sjónvarpsstöðin CNN sagði, að byssumaðurinn væri 42 ára gamall karlmaður búsettur í New York ríki.

Skil illa svona fréttaflutning. Fyrir mér er 42 ára karlmaður kannski ekki kornungur en hann getur sem best verið af asískum uppruna þó hann eigi heima í New York ríki.

Einhverju sinni stóðum við nokkrir strákar í hóp við nyrði dyrnar á Kaupfélaginu. Hannes Sigurgeirsson var þar og einhver hópur af minni strákum og þar á meðal var ég. Hannes var með upprúllað blað en vildi ekki segja okkur hvað það héti. Þetta var blað sem var nýbyrjað að koma út. Ekkert gerðist þarna en samt er mér þetta af einhverjum ástæðum minnisstætt. Á endanum komumst við að því að blaðið hét „Séð og lifað." Ég man að minnsta kosti ekki betur. Já, þetta hefur verið svona 1950 - 1955. Ef ég man rétt komu ekki út nema sárafá tímarit fyrir almenning á þessum tíma. Mamma var áskrifandi að blaði um þetta leyti sem hét „Nýtt kvennablað". Gott ef þar var ekki framhaldssaga eftir Guðrúnu frá Lundi.

Konan mín orti ágæta vísu í morgun um atburð sem varð á Alþingi nýlega. Vísuna er auðvitað að finna á hennar bloggi og fjallar um Árna Johnsen að sjálfsögðu.

Jæja, kannski ég hlusti á silfrið í beinni að þessu sinni.


Bloggfærslur 5. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband