669- Evrópumál og kosningar. Er hægt að skrifa um eitthvað annað?

Tillaga Björgvins um að láta Alþingi ráða varðandi Evrópusambandsumsókn er allrar athygli verð. Óþarfi að láta hræða sig frá þeirri hugmynd. Það getur samt vel verið að vinstri flokkarnir nái saman um þetta.

Enginn vafi er samt á því að niðurstöðuna úr viðræðunum verður að leggja fyrir þjóðina og næstum örugglega að kjósa aftur til Alþingis áður en hugsanlega getur orðið um inngöngu að ræða.

Það er ekki trúlegt að vinstri flokkarnir láti núverandi tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar sér úr greipum ganga. Að mynda ríkisstjórn án þátttöku bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki áður boðist.

Undarlegt er að sjá bollaleggingar ýmissa um sigurvegara kosninganna. Sá einn sigrar sem flesta flesta þingmenn hlýtur. Aðrir geta byrjað vel, bætt mestu við sig frá síðustu kosningum og þess háttar en sigurvegarinn er bara einn.

Lýðræðishreyfingin galt áreiðanlega fyrir það að vera of tengd einum manni. Ástþór var bæði andlit hreyfingarinnar í augum fólks og sá sem öllu máli skipti. Aðrir féllu algjörlega í skuggann.

Að mörgu leyti er eftirsjá að Frjálslynda flokknum. Hjaðningavígin urðu þeim einkum að falli og svo virtist Guðjón Arnar varla nenna þessu.

Borgarahreyfingin gætti þess að vera nægilega hefðbundin til að fólk sæi sér fært að kjósa hana. Að mörgu leyti er hún samt ekki eins og venjulegir einsmálsflokkar og klofningsframboð og vel er hægt að líkja henni frekar við Kvennalistann sáluga. Hún er líka greinilegt afsprengi búsáhaldabyltingarinnar.


Bloggfærslur 28. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband