667- Eins konar málfarsblogg

Hún skipar 2. sæti á framboðslista Frjálslynda flokksins í Reykjavík suður á eftir Sturlu Jónsson. 

Segir gervigrasalæknirinn Jens Guð.

Þarna skýst skýrum. Yfirleitt er Jens Guð ágætur í réttritun og beygir eiginnafnið alveg rétt en sleppir að beygja föðurnafnið. Það er ekki margt sem hundstungan finnur ekki. Eiður Guðnason hefur sagt það á sínu bloggi að gera eigi kröfur um rétt mál á vinsælum bloggum. Ég er sammála honum. Janfvel  þó ég yrði gripinn í einhverri bölvaðri vitleysunni gæti ég vitaskuld sagt að ég sé ekki nógu vinsæll til að teljast með.

Ekki veit ég hvaðan ég hef þessa bloggnáttúru. Það á einfaldlega vel við mig að blogga og engin ástæða til að hætta því. Sjálfum finnst mér ég ekki blogga meira um sjálfan mig en góðu hófi gegnir. Mjög sjálfmiðaðir þvergirðingar í bloggarastétt fara svolítið í taugarnar á mér. Líkar aftur á móti vel við þá bloggara sem eru útsettir með að fræða lesendur sína um allan fjandann. Málfarsbloggarar eru líka ágætir.

 

Bloggfærslur 26. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband