658- Fyrirspurn til fræðinga

Ég hef verið beðinn að spyrja (já, það eru þónokkrir sem skoða þetta blogg) hvaða hvíta mygla þetta sé sem er á myndunum hér fyrir neðan? Af hverju kemur hún og er hún eitthvað hættuleg? Hvernig er best að losna við hana ef þörf er á því? Og svo framvegis.

chili að koma uppgrænkáloregano með hvítri mygluspínat


657- Þá er þingstörfum lokið og hægt að snúa sér að kosningabaráttunni

Ekki tókst Alþingi að koma neinum markverðum umbótum á. Andstaða allra sem á Alþingi sitja við persónukjör og stjórnlagaþing var auðséð. Þó þingmenn allra flokka hafi lýst yfir stuðningi við lýðræðisumbætur er ekkert að marka það. Þeir ljúga allir og hugsa fyrst og síðast um eigin hag.

Komandi kosningar eru vafalaust mikilsverðar. Úrslit þeirra munu að mestu verða í samræmi við síðustu skoðanakannanir. Þó eru vonbrigði almennings meiri en gera mátti ráð fyrir. Ólíklegt er að þing það sem nú verður kosið sitji í fjögur ár.

Mér blöskrar oft hvernig Evrópuandstæðingar láta. Þegar allt um þrýtur hika þeir ekki við að kalla þá alla landráðamenn sem vilja ganga í Evrópusambandið. Slíkt er ekki til fagnaðar fallið. Þeim leiðist líka áreiðanlega að vera kallaðir einangrunarsinnar.

Í pólitík dagsins er það ekkert meginmál hvort sótt verður um Evrópusambandsaðild fljótt, nú eða strax. Það sem mestu máli skiptir er að jafna sig á bankahruninu og láta hlutina fara að rúlla aftur. Hlýða alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða segja honum að fara til fjandans. Ef við sækjum um aðild að EU núna hefur sambandið líklega mun betri spil á hendi en við. Einhver áhrif mundi það samt hafa ef næsta ríkisstjórn lýsti því yfir að sótt verði um aðild.

Í lokin eru svo sex myndir. Þrjár frá Þingvallavatni og þrjár frá Rauðavatni.

 
IMG 2304IMG 2308IMG 2309IMG 2323IMG 2324IMG 2326

Bloggfærslur 18. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband