655- Lóan er komin að kveða burt snjóinn

Ömurlegt að vera að hugsa um pólitík núna þegar vorið virðist loksins vera að koma. Náttúran er óðum að búa sig undir sumarið. Farfuglarnir flykkjast til landsins og birtutíminn lengist óðum. 

Í fréttum er það helst að einhverjir virðast vera að reyna að koma veg fyrir að flokkurinn sem Ástþór er í forsvari fyrir geti boðið fram. Ef frambjóðendur finnast og nægilegur fjöldi meðmælenda þá er sjálfsagt að úrskurða framboðið gilt en ekki reyna að fella það á einhverjum formsatriðum.

Kominn yfir að reyna að gera við hlutina ef það er hægt. Áðan bilaði kaffivélin og undireins var bara keypt ný. Í gróðærinu og einkum auðvitað hjá auðmönnunum ómissandi var líkt á komið með sjónvörp, allskyns heimilistæki og jafnvel bíla og þess háttar. Bara henda því sem bilar og kaupa nýtt. Þetta er hugsunarháttur sem er mér dálítið framandi. Áður fyrr var allt notað og flest verðmæti. Ruslið minna o.s.frv.

Hve oft skal blogga hugleiðir Jónas Kristjánsson og kemst að þeirri niðurstöðu að hæfilegt sé að blogga einu sinni á dag. Sammála.

Bloggaði um Borgarnesmyndir í gær. Kannski verður framhald á því síðar. Ýmsar hugmyndir eru á kreiki.


Bloggfærslur 16. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband