654- Ekkert um stjórnmál. Bara Borgarnes

Ég bjó í Borgarnesi árin 1980 - 1986. Á þeim tíma stjórnaði ég vídeókerfinu þar og var sömuleiðis einn af þremur sem gáfu út Héraðsfréttablaðið Borgarblaðið. Hinir voru þeir Sigurjón Gunnarsson og Ásþór Ragnarsson.

Efni það sem orðið hafði til hjá Videófélaginu varð eftir í Borgarnesi og er líklega komið þar á safn. Ef til vill þarf að gera það efni aðgengilegra og hugsanlegt er að ég gæti orðið þar til aðstoðar. Mögulega er þar efni sem þykir merkilegt í dag þó ekki væri nema fyrir aldurs sakir.

Af einhverjum ástæðum varð hinsvegar innlyksa hjá mér mappa með filmum frá Borgarblaðinu. Ég var alveg búinn að gleyma henni en um daginn kom í ljós að þar er talsverður fjöldi mynda frá Borgarnesi á þessum árum. Sumar þeirra hafa eflaust á sínum tíma birst í Borgarblaðinu en fráleitt allar.

Myndirnar eru um 2000 talsins og nú þegar er búið að skanna rúmlega 200 þeirra. Mér finnst ástæða til að öllum verði gefið tækifæri til að eignast myndir úr þessu safni. Einnig væri mjög gott að vita nöfn þeirra sem á myndunum eru ef úrval úr þeim verður sett á ljósmyndasafn sem ég efa ekki að einhverjir Borgnesingar kunni að hafa áhuga á.

Æskilegast væri að allar myndirnar yrðu settar á Netið. Ég á einnig einhversstaðar öll þau tölublöð sem komu út af Borgarblaðinu. Ef til vill væri einnig ástæða til að skanna þau og setja á Netið.

Þessu mundi fylgja einhver kostnaður og ég vona að einhverjir þeirra Borgnesinga sem sjá þetta láti mig vita um sín sjónarmið í þessu máli. Hér fyrir neðan eru nokkrar af þeim myndum úr möppunni sem búið er að skanna.

Scan509Scan578Scan630Scan649Scan656Scan711


Bloggfærslur 15. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband