622. - Fjórflokkurinn blívur. (Skyldi ég hafa notað þessa fyrirsögn áður?)

Almennt séð mundi ég álíta að niðurfelling skulda væri ígildi tekna og þá mjög hugsanlega skattskyld. Skyldu framsóknarmenn hafa íhugað að almenn 20 % niðurfelling á skuldum til handhafa húsnæðislána er líklega skattskyld og þannig mikill hvalreki fyrir ríkisvaldið. 

Nýju framboðin eru hægri og vinstri. Mér finnst Bjarni vera til hægri en Birgitta og Co. til vinstri. Kannski er þetta þó vitleysa. Kannski endar þetta allt saman með því að ég þarf að velja milli þess hvaða nýja framboð ég kýs. Þau gætu orðið skásti kosturinn.

Fjórflokkurinn svokallaði hefur starfað hér á landi í um það bil öld. Flestir flokkarnir nema Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa á þessum tíma stundað það að skipta um nöfn og skiptast með ýmsu móti. Fylgi flokkanna hefur verið mjög misjafnt nema þá helst Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur jafnan haft talsverða yfirburði yfir aðra flokka.

Sjálfstæðisflokkurinn á rætur sínar í sjálfstæðisbaráttunni eins og nafnið bendir til. Frá lýðveldisstofnun hefur hann oftast verið við völd. Vinstri stjórnir hafa venjulega hrökklast frá eftir 3 ár eða svo. Sjálfstæðisflokkurinn var þó lengst af socialdemokratískur flokkur og þess vegna eins stór og hann er. Eftir að Hannes Hólmsteinn varð aðalhugmyndafræðingur flokksins og Eimreiðarklíkan tók þar völd hefur nýfrjálshyggjan keyrt þjóðina nánast í gjaldþrot. Vinstri sveiflan þarf því engum að koma á óvart.

Í komandi kosningum er allt útlit fyrir talsverða vinstri sveiflu. Sjálfstæðisflokkurinn mun óhjákvæmilega minnka og útlit er fyrir samstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.


Bloggfærslur 6. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband