627. - Kemur ekki á óvart

Lyfjaiðnaðurinn notar hverja smugu til að koma sinni framleiðslu að. Eins og aðrir. Ég skil ekkert í því að næringarfræðingar skuli ekki velta fyrir sér næringargildinu í öllum þessum pillum. Einu sinni voru flest meðöl vætlandi. Nú eru flest í pilluformi. Með sykurhúð ef þau eru mjög vond á bragðið.

Og ekki nóg með það. Læknamafían herðir sífellt tökin. Ég er kominn á þann aldur að sérfræðingar af öllu tagi sækjast eftir að gera á mér allskyns óþarfar prófanir og athuganir. Auðvitað eru þær rándýrar. En mikill vill meira og sífellt er verið að finna upp nýjar og nýjar aðgerðir sem hægt er að græða á. Þetta er tilfinningin sem ég fæ, en auðvitað gerir þetta eitthvað gagn.


mbl.is Mikill kynjamunur á lyfjatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband