624. - Ekki veit ég hvernig best er að hafa þessa fyrirsögn

Það hlaut að koma að því. Blogglystin, þessi undarlega þörf og löngun til þess að skrifa og skrifa og birta sín skrif á Moggablogginu, er að mestu horfin. Það getur vel verið að hún komi aftur af endurnýjuðum krafti en þangað til mun ég bara skrifa öðru hvoru og ekki mikið.

Það er skiljanlegt að þeir skrifi eins og hestar sem annaðhvort þykjast allt vita eða eru í einhverskonar framboði. Enginn hefur boðið mér í framboð, enda hefði það verið tilgangslaust, og í sívaxandi mæli hef ég fundið að ég veit ekki nærri allt. Ég hef þá reynt að hugga mig við að ég sé svo flinkur að skrifa að aðrir eigi að njóta þess. Það gengur ekki nógu vel lengur enda eru þeir svo hrikalega margir sem skrifa og skrifa.

Helgin sem nú er að líða er prófkjörshelgin mikla. Nú kemur væntanlega í ljós að þrátt fyrir allar búsáhaldabyltingar og antipata á stjórnmálum munu flestir kjósa fjórflokkinn áfram. Það er bara svo ríkt í okkur flestum að gera eins og við erum vön. Hugarfar almennings er þó breytt. Stjórnmálaflokkarnir eru líka breyttir. Ekkert er eins og það var. Mér finnst næstum eins og flest hafi gerst annað hvort fyrir eða eftir bankahrun. Mikilvægast er að sætta sig við orðinn hlut og lifa sínu lífi. Áhyggjurnar éta mann upp að innan.


Bloggfærslur 14. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband