597. - Hvernig á að koma vitinu fyrir þá? Og svolítið um hana Rönku rausnarkerlingu

Sjálfstæðismenn eru með böggum hildar eftir að þeir voru hraktir úr stjórn. Skiljanlegt er að þingmenn þeirra séu sárir. Imba plataði Geir með eftirminnilegum hætti.

Pétur Blöndal tafsar svo mikið að hann sleppir miðjunni úr flestum orðum og virðist mismjólka sig í hverri setningu. Sigurður Kári minnir á upptrekktan simpansa úr gömlu apaspili. Það er samt langfyrirkvíðanlegast ef Davíð ætlar að halda áfram að hunsa forsætisráðherrann. Það gæti endað illa.

Á morgun (mánudag) hlýtur að sverfa til stáls í stóra Davíðsmálinu.

Betra er stutt blogg og leiðinlegt en langt og skemmtilegt. Svo löng geta blogg orðið að eftirsjá sé að tímanum sem fer í að lesa þau.

Hún Ranka var rausnarkerling
sem rak eitt hænsnabú.
Og hænurnar urpu eggjum
sem átu ég og þú.

Svo var það einhverju sinni 
með svolítið öðrum brag, 
og Rönku er það ríkt í minni 
hve reiddist hún þennan dag. 
 
Í hænsnakofa hennar
var haldið þann dag ball, 
því haninn hann var ungur 
og hneigður fyrir rall. 

Þetta er upphafið að löngu kvæði sem ég kunni einu sinni að mestu leyti. Þetta er frásaga um verkfall í hænsnakofa ef ég man rétt. Ég held að haninn hafi bent hænunum á að ekki væri hann að hamast við verpa eggjum en hefði það þó ágætt. Hænurnar ætluðu síðan að gera eins en Ranka kom þeim í skilning um annað.


Bloggfærslur 8. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband