618. - Áframhaldandi pólitískar pælingar. Aðallega fyrir sjálfan mig

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði fyrir nokkrum árum grein í hið fræga dagblað Wall Street Journal. Þar sagði hann eitthvað á þá leið að róttæk og umfangsmikil frjálshyggjuvæðing hefði farið fram á Íslandi og afleiðingin væri sú að landið væri með auðugustu ríkjum veraldar.

Þegar æfingarnar í stjórn Flugleiða stóðu sem hæst og öll stjórnin hætti og þar á meðal eiginkona fyrrum forsætisráðherra, Inga Jóna Þórðardóttir, hefði mönnum átt að vera ljóst að maðkur var í mysunni. En Geir ákvað að treysta betur Davíð Oddssyni en skynseminni og lokaði augunum fyrir allri svívirðunni. Kannski eru sæmilegar taugar í Geir. Ég man að ég dáðist nokkuð að honum fyrir rósemina í upphafi bankahrunsins. Seinna kom í ljós að sú rósemi var bara geðleysi og ákvarðanafælni.

Ingibjörg Sólrún breytti sér á svipstundu úr "king-elect" í "kingmaker" og fórst það ágætlega. Ef hún ætlar svo að breyta sér aftur í king-elect þá er hætt við að það sé orðið of seint. Ég held að margir reikni með og vonist eftir samstjórn samfylkingar og vinstri grænna eftir næstu kosningar. Ef notast á við eldri gerðina af stjórnmálamönnum er Jóhanna Sigurðardóttir betur til þess fallin en Ingibjörg Sólrún að leiða þá ríkisstjórn. Nýjir vendir sópa samt best.

Árni Mathiesen skildi það og Davíð hugsanlega einnig. Ný andlit á framboðslistum gömlu flokkanna eru ekki bara æskileg heldur bráðnauðsynleg. Það getur orðið sjálfstæðisflokknum dýrt ef hann getur ekki boðið uppá betri kosti en Bjarna Benediktsson og Þorgerði Katrínu í kraganum.

Afturgenginn framsóknarmaður. Mér finnst ágæt hugmynd hjá Kidda að fara aftur til framsóknarmanna þó þeir hafi verið vondir við hann síðast þegar hann var þar. Kiddi er einhver efnilegasti framsóknarmaðurinn að mínum dómi. Hann geldur þess þó eflaust að hafa verið lengi á þingi þó ekki sé sanngjarnt að kenna honum um bankahrunið.

 

Bloggfærslur 28. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband