590. - Mikill er máttur íţróttanna. Rekum dagskrárstjórann

Eins og fleiri settist ég niđur til ađ horfa á beina útsendingu međ forsvarsmönnum nýrrar ríkisstjórnar. Ég hafđi heyrt ţess getiđ ađ til stćđi ađ sýna beint í sjónvarpinu frá úrslitaleik í heimsmeistarakeppninni í handbolta. Svo kom lítil handboltamynd í horniđ á skjánum og ég hélt satt ađ segja ađ ţađ yrđi látiđ nćgja til ađ friđa ţá sem hafa meiri áhuga á boltaleikjum en stjórn landsins. En svo var útsendingin frá blađamannafundinum bara rofin og handboltinn tók yfir. 

Ég var búinn ađ heyra um nýja ráđherra svo ég lét ofbeldiđ yfir mig ganga. Fylgdist síđan međ handboltanum og ţeim hluta blađamannafundarins sem rausnast var til ađ sýna í hálfleik án ţess ađ forvitnast frekar um ríkisstjórnarmyndunina í bili.

Auđvitađ ber dagskrárstjóri ábyrgđ á ţessu. Ţetta eru engar náttúruhamfarir. Ţó tímasetningar raskist er um forgangsröđun mála ađ rćđa. Fréttum hefur oft veriđ hent út í hafsauga vegna boltaleikja en hér tekur steininn úr. Sá sem ábyrgđ ber á ţessu hefur engan rétt til ađ segja ađ ţađ hafi veriđ eitthvert kjaftćđi sem fram fór á blađamannafundinum, jafnvel ţó honum hafi fundist ţađ.

Ţađ á ađ sjálfsögđu ađ reka ţann afglapa sem réđi ţessu.

 

589. - Stjórnarmyndunarmenúettinn stiginn

Fjölmiđlungar eiga svo annríkt ţessa dagana ađ ţeir mega hvorki vera ađ ţví ađ borđa eđa sofa. Stjórnmálaleiđtogar safna snjókúlum af miklum ákafa og fela á ólíklegustu stöđum. Ekki veitir af vopnunum í komandi kosningaslag. 

Hörđur Torfason stóđ fyrir einni samkomunni enn á Austurvelli. Margar af ţeim kröfum sem orđađar hafa veriđ ţar eru orđnar úreltar einfaldlega vegna ţess ađ viđ ţeim hefur veriđ orđiđ. Nýjasta krafan er ađ skora er á forsetann ađ skipa utanţingsstjórn. Ţetta er ekki einu sinni á hans valdi ef alţingismönnum tekst ađ koma saman einhvers konar stjórn.

Ţađ merkasta sem mögulegt er ađ fram komi núna er stjórnlagaţing. Ég óttast ađ eins fari fyrir ţví máli og eftirlaunaósómanum. Ţađ verđi einfaldlega talađ í kaf. Ekkert mundi grafa eins undan valdi alţingismanna og ný stjórnarskrá.

Oft er talađ um ţrískiptingu valdsins. Á Íslandi er engin slík skipting. Alţingi rćđur öllu. Óli reynir í örvćntingu ađ ná einhverju valdi til sín en Sjálfstćđismenn reyna jafnóđum ađ skjóta allt slíkt í kaf. Auđvitađ er óćskilegt ađ ráđherrarćđiđ sé eins mikiđ og ţađ er. Framkvćmdavaldiđ getur ţó alls ekki funkerađ nema međ samţykki Alţingis. Ţetta samkrull kallast fulltrúalýđrćđi eđa ţingbundiđ lýđrćđi. Áđur var hér ţingbundin konungsstjórn. Ţjóđin kom svo í stađinn fyrir kónginn og fékk ađ velja sér forseta. Bara til skrauts. Vald kóngsins kom frá Guđi. Vald forsetans er ekki neitt.

Eitthvađ er ţó ađ breytast. Óli neitađi ađ skrifa undir lög og davíđinn fór í fýlu. Óli ţykist hafa ţingrofsvald og alles. Ekki ţorđi Geirharđur ađ láta reyna á ţetta međ ţingrofiđ. Tuldrar bara í barm sér: "Víst má ég rjúfa ţing."

Einu sinni var ég prófdómari viđ Laugagerđisskóla á Snćfellsnesi. Ţađ var séra Árni Pálsson í Söđulsholti sem kom mér í ţađ embćtti og mér er nćr ađ halda ađ ţar hafi engin pólitík komiđ viđ sögu.

Eins og oft er í skólum voru allmargir kennarar viđ Laugagerđisskóla dálítiđ vinstrisinnađir. Ekki man ég hver var menntamálaráđherra á ţessum tíma en ég man ađ mest krassandi hryllingssagan sem sögđ var í sambandi viđ kosningar sem stóđu fyrir dyrum var ađ ef menn gćttu sín ekki ţá gćti Ragnhildur Helgadóttir orđiđ nćsti menntamálaráđherra.

Ţetta rćttist og ég varđ meira ađ segja svo frćgur ađ hitta hana eitt sinn á fundi ásamt fleirum í Menntamálaráđuneytinu viđ Hverfisgötu. Ţar var líka Jónas Kristjánsson sem fulltrúi Videoson. Gott ef viđ vorum ekki ađ rćđa um ađ Videokerfin í landinu tćkju viđ rekstri Sjónvarpsins. Nei, segi bara svona. Man ekkert hvađ viđ vorum ađ vilja ţarna.

Síđan ţetta var hafa Sjálfstćđismenn yfirleitt ráđiđ lögum og lofum í Menntamálaráđuneytinu eins og í landsstjórninni yfirleitt.

 

Bloggfćrslur 1. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband