890 - Dísa

Í mínum augum er eftirminnilegasta Dísa Íslandssögunnar sú Þórdís Þorsteinsdóttir sem úti varð á Fjarðarheiði á Austurlandi í lok átjándu aldar og gjarnan er kennd við bróður sinn og kölluð Bjarna-Dísa. Man satt að segja ekki eftir öðrum sögufrægum Dísum nema þá helst þeirri í Dalakofanum sem sungið var oft um í gamla daga. Hef bloggað áður um Bjarna-Dísu og vísa bara í það. (blogg nr. 452 frá 16. September 2008 - ef linkurinn skyldi klikka) 

Tölvupóstar eru í tísku núna.

Þar má telja:
Tölvupósta Jónínu,
tölvupóst Bjarna Harðar
tölvupóst Möggu Tryggva
og tölvupósta Indriða. Hvar endar þetta eiginlega?

Hlustaði svolítið á umræður á Alþingi síðastliðna nótt (aðfaranótt þriðjudags). Þar var Pétur Blöndal að lesa úr gömlum þingræðum. Þannig er hægt að viðhalda málþófi út í það óendanlega án þess að þurfa að hugsa um samhengi eða ræðumennsku. Held samt að þátttakendum hafi verið farið að fækka þegar þarna var komið.

Moggabloggið er skrýtin skepna. Fyrir nokkru sá ég á heimsóknalista mínum  að IP-tölur voru sagðar 60 en gestir 59. Þetta hélt ég að ætti ekki að geta gerst. Einhverjar IP-tölur eru eftir þessu að lesa blogg upp á eigin spýtur. Varhugavert og jafnvel hættulegt. En mikið er Moggabloggið gáfað að geta greint þarna á milli.

Hvað verður um þá bloggara sem detta útaf 400-listanum? Ekki að ég sé hræddur um það eftir að ég komst í bland við stórhausana. Villi í Köben var einu sinni settur af sem stórhaus og brást illa við. Komst þangað aftur með harðfylgi. Kannski er óttinn við að verða settur útaf sakramentinu það sem heldur stórhausunum á mottunni.


Bloggfærslur 9. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband