20.12.2009 | 00:14
901 - Einu sinni átti ég hest
Og það var sko enginn venjulegur hestur heldur hjólhestur. Og ekki einu sinni neinn venjulegur hjólhestur heldur hét hann Royal og var þess vegna konunglegur eins og búðingurinn frægi.
Jæja, ekki er að orðlengja það að hjólhesturinn minn var svartur. Hrafnsvartur meira að segja. Þetta var ekki nein Möve-drusla eins og Atli hreppstjóra átti. Dekkjastærðin var hvorki meira né minna en tuttugu og átta sinnum einn og hálfur. Ekki neitt tuttugu og sex sinnum einn og þrír fjórðu eða eitthvað svoleiðis.
Man að hjólhesturinn minn kom úr bænum að kvöldi dags sextánda júní. Af hverju man ég það svona vel? Nú vegna þess að sautjándi júni var daginn eftir. En við komum nánar að því bráðum.
Annað hvort kom hjólhesturinn minn með Gardínu-Palla eða Stjána í Saurbæ. Pabbi hafði keypt þennan dýrgrip handa mér í Fálkanum (eða var það í Erninum) daginn áður og ég gat smávegis prófað hann kvöldið sem hann komst í mínar hendur.
Auðvitað kunni ég að hjóla, því að öll höfðum við systkinin lært að hjóla á hjólinu hennar Sigrúnar. Það kom sér vel að það var kvenhjól því annars hefðum við þurft að hjóla undir stöng" sem var ekki einfalt fyrir óinnvígða.
Jæja, þarna var ég semsagt með minn splukunýja hjólhest að kvöldi til hinn sextánda júní einhvern tíma nálægt miðri tuttugustu öldinni.
Nú var illt í efni. Ég hafði nefnilega nokkru áður látið fallerast og farið í skátana eins og nú er sagt. Það er ekki alveg það sama og að fara í hundana en í þessu tilfelli svipað.
Svo mikill hörgull var á strákum í mínu númeri í Skátafélagi Hveragerðis á þessum tíma að ég hafði verið dubbaður upp í að vera fánaberi í skrúðgöngunni á sautjánda júní. Til að geta sinnt því embætti þurfti ég að mæta snemma og þramma fram og aftur án þess að geta hjólað nokkuð. Það var erfitt en hafðist þó.
Ég man auðvitað ekkert eftir skrúðgöngunni eða skemmtiatriðunum á sautjánda júní skemmtuninni að þessu sinni. Kannski var skemmtunin haldin uppi í Laugaskarði eins og seinna tíðkaðist og þar var vinsælt að slást með koddum eða einhverju þessháttar á tréspýtu sem sett var þvert yfir laugina.
Kannski var skemmtunin á barnaskólatúninu eða á hótelinu ég veit það bara ekki. Líka tíðkaðist víst á sautjándanum að giftir og ógiftir kepptu í fótbolta. Þar keppti ég einhverntíma með ógiftum en aldrei með giftum.
Loksins lauk þó sautjandajúni skemmtuninni að þessu sinni og ég komst á hjólhestinn minn fína og svarta og hjólaði af hjartans lyst um allt. Sjálfsagt var það ekki í þetta sinn, en á þessum hjólhesti tókst mér einu sinni að hjóla án þess að snerta stýrið með höndunum næstum eftir endilangri Heiðmörkinni, eða allt frá bakaríinu og niðurundir Árnýjarhús. Svona var ég flinkur þá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 20. desember 2009
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson