896 - Baugur, Ingibjörg Sólrún og Davíð

Sumir reyna alltaf að búa til grýlur og átök. Vinsælt er að stilla Davíð upp gegn Baugsveldinu svokallaða, Ingibjörgu Sólrúnu eða Jóni Ásgeiri. Margt er skrýtið í þeim átökum en allar þær persónur sem nefndar voru fara líklega fljótlega úr opinberri umræðu. Vel fer á því þó sumir bloggspekingar hafi þá minna um að skrifa en áður. Satt að segja leiðast mér þau öll. Nóg annað er um að tala.

Það er stórkostlegt ábyrgðarleysi að borga skuldir sínar eins og Bjarni Ármannsson hefur réttilega bent á. Fæstir vilja þó viðurkenna það og auðvitað er betra en að sýna svona ábyrgðarleysi að loka sig bara inni í skel sinni og hrækja í allar áttir. Vondir útlendingar vilja hvort eð er bara ná af okkur auðlindunum og öðru þessháttar auk þess að klekkja á forréttindaklíkunum sem hafa reynst okkur Íslendingum svo vel.

Allir vita að íslenskt þjóðlíf er gegnsýrt af spillingu. Enginn vill samt ræða um það og yfirleitt er til dæmis bara rætt um þær kannanir sem koma sér vel fyrir okkur. Samkvæmt þeim er auðvitað engin spilling hér. Hún er samt bara öðruvísi en víðast annars staðar. Hér þekkja allir alla og klíkur af öllu tagi vaða uppi og stjórna landinu og því sem stjórna þarf. Við erum orðin svo samdauna þessu ástandi að okkur finnst það bara eðlilegt.

Íslensk þjóðareinkenni þurfa að batna. Annars er bankahrunið til einskis. Ef við lærum ekki að haga okkur betur er Íslendingum engin vorkunn að lenda undir stjórn annarra. Hannes Hólmsteinn sjálfur hefur sagt að hrunið hefði komið fyrr ef Seðlabankinn hefði hagað sér eins og maður - ja, eða bara eins og seðlabanki. Svo er fyrir að þakka að hrunið kom þó. Ef það hefði komið seinna hefði það orðið enn verra og ef það væri ókomið enn væri heimsendir í nánd.


Bloggfærslur 15. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband