856 - AGS/IMF

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er sagður hafa gefið í skyn að lækka eigi húsnæðisskuldir og svigrúm sé til þess. Þetta kann vel að vera rétt en fréttir af þessu er oft sagðar á þann hátt að helst er að skilja að upphæðir þær sem nefndar eru komi svífandi úr loftinu. Mín reynsla er að peningar og verðmæti verði aldrei til úr engu. Útrásarvíkingarnir bjuggu reyndar til þannig verðmæti en nú er reikningurinn að koma í hausinn á okkur.

Tuttugu pósentin Sigmundar höfðu hvað mig snertir aldrei tilætluð áhrif. Fréttaflutningur af því máli var jafnan þannig að helst mátti skilja að fjárhæðir kæmu svífandi fyrir galdra og fjölkyngi.

Nú segir AGS að svigrúm sé til lækkunar húsnæðisskulda. Það kann að vera vegna þess að lánardrottnar vilji heldur fá eitthvað en ekkert. Eftirgjöf skulda til þeirra sem mest skulda og minnstar líkur eru á að greiði sínar skuldir er eflaust betra að komi húsnæðiseigendum til góða en öðrum. Þeir hafa greinilega orðið fyrir mikilli ósanngirni. Skuldirnar hafa hækkað mikið en fasteignirnar fallið í verði.

Hef ekki kynnt mér Hagamálið nógu vel til að úttala mig um það. Hirðmenn Davíðs hafa þó tekið við sér og ég tek eftir því að að Hannes Hólmsteinn bloggar um það af mikilli hind.

Einu sinni fékk hann „gæsalappadóm" á sig. Nú virðist hann vera að bíða eftir „greinaskiladómi".
Í alvöru talað finnst mér skrýtið að jafn „ritfær" maður og Hannes skuli geta skrifað jafnlangar greinar og hann gerir án þess að draga andann.

„Hvað segir klósettið þitt um þig?"

„Ég held að það steinhaldi kjafti."

„Nú, þá er það ekki almennilegt auglýsingaklósett."

„Það getur vel verið. Ég vil bara ekkert að það sé að kjafta um mína klósetthegðun."

 

Bloggfærslur 6. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband