877 - Alþingi

Undanfarin kvöld hefur verið opið fyrir sjónvarpsútsendingar frá Alþingi á mínu heimili. Ekki get ég sagt að umræðurnar séu áhugaverðar. Einhver kynni að kalla þetta málþóf en það má víst ekki. Í stjórnarandstöðunni virðist ríkja það lögmál að hver og einn sem á staðnum er sé skyldugur til að nýta allan þann tíma sem þingsköp mögulega leyfa honum. Þetta er slæmt en ekkert við því að gera. Fundarsköp eru nauðsyn og þeir sem nú eru í stjórnaraðstöðu geta lent í því fyrr eða síðar að þurfa að nota þetta. 

Einhver varhugaverðasta þróun í íslensku þjóðlífi er það lögfræðingaveldi sem hér er að skapast. Til lengri tíma litið eru það eingöngu lögfræðingar sem munu hagnast á kreppunni. Þeir gráðugustu þeirra munu missa einhverja spóna úr aski sínum á næstu árum en þeir verða fljótir að koma sér uppúr því. Jafnvel vesælir innheimtulögfræðingar munu hafa nóg að gera. Þeir sem kunna bærilega á skattakerfið og gengismál munu þéna feitt. Viðskiptafræðin er ekki lengur „in" en lögfræðin er það og hefur alltaf verið.

Ekki meira að sinni. Nóg er málæðið í öðrum svo ég fari nú ekki að bæta við það.


Bloggfærslur 27. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband