869 - Lítilmennið Árni Páll Árnason

Oft er sagt að það sé lítilmannlegt að ráðast að kjörum aldraðra og öryrkja. Mér finnst það ekki. Þeir geta þó svarað fyrir sig. Það geta unglingar ekki. Þessvegna er það sérstaklega lítilmannlegt af félagsmálaráðherranum Árna Páli Árnasyni að ráðast með þeim hætti sem hann gerir á ungt fólk. Sem ástæðu ber hann ekki aðeins fyrir sig sinn eigin aumingjaskap og ríkisstjórnarinnar heldur segir hann fullum fetum að unga fólkið hafi gott af því að stolið sé frá því. Þvílík skinhelgi.

Eitt sinn var það samþykkt í samningum milli launþega og vinnuveitenda að greiða ekki fullt verkamannakaup fyrr en við 18 ára aldur. Lengi hafði þá tíðkast að greiða fullt kaup við 16 ára aldur. Margir voru alfarið á móti þessu. Meðal annars beitti ég mér þá fyrir því sem formaður Verslunarmannafélags Borgarness að samningarnir voru felldir þar. Endirinn varð sá að sú unglingaárás sem gerð var frá Garðastrætinu var dregin til baka.

Nú hyggst ríkisstjórn Íslands höggva í þennan sama knérunn og níðast á unglingum landsins með því að svipta þá atvinnuleysisbótum. Slíka ríkisstjórn get ég ekki stutt.

Ekki eru allir jafnánægðir með þingmanninn unga og nýkjörinn formann Heimssýnar Dalamanninn Ásmund Einar Daðason. Þetta blogg-bréf sem ég birti hér ber vott um það.

,, Sæll Ásmundur og til hamingju með formannsembættið í Heimssýn. En sem félagsmaður  þar  skora ég  á þig að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar um icesave. En það tengist klárlega umsókn Íslands að Evrópu-
sambandinu. Hyggst þú hins vegar greiða atkvæði með icesave, skora ég á þig að segja af þér sem formaður Heimssýnar, svo komist verði hjá alvarlegum klofningi þar, því margir, þar á meðal ég, munu segja sig úr samtökunum, taki formaður Heimssýnar þá and-þjóðlegu afstöðu að greiða fyrir inngöngu Íslands í ESB með samþykki á þjóðsvikasamningnum um icesave. HJÁSETA eða FJARVERA
verður túlkað sem samþykki á icesave.

                   Virðingarfyllst.
                   Guðm.Jónas Kristjánsson   "

Þetta sannar bara gamla spakmælið að því minni sem samtök eða stjórnmálaflokkar eru því líklegri er klofningur þar.

Óhreinu börnin hennar Evu.

Kommúnistar.
Holocaust deniers.
Climate change deniers.

Þetta eru frasar sem notaðir eru til að reyna að gera menn að ómerkingum. Sigurður Þór Guðjónsson minnist á það síðastnefnda á bloggi sínu. Þetta er bara nýjasta afurðin en notuð á sama hátt. Á þennan hátt fá viss orð og orðasambönd aukamerkingu sem hugsanlega er ekki öllum ljós. Þeir sem lenda í því að vera kallaðir „Climate change deniers" vita samt alveg hvað þetta þýðir.


Bloggfærslur 19. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband