828 - Karlmenn vs. konur

Varðandi Icesave og það allt saman finnst mér athyglisverðust sú kenning að í rauninni sé núverandi ríkisstjórn minnihlutastjórn með stuðningi óánægjuhópsins í vinstri grænum. Afleiðingin verður líklega sú að Icesave verði lagt til hliðar og reynt að ná árangri í öðrum málum. Hversu lengi það verður hægt veit ég ekki.

Reyndi það einu sinni á sjálfum mér hversu magnað vopn hnífur getur verið. Þá var ég nýorðinn skáti og líklega svona 10 til 12 ára. Hafði fengið að gjöf skátadálk í hulstri og bar hann við belti mér með miklu stolti. Í Hveragerði voru þá ætíð sundnámskeið haldin á vorin þegar skóla var lokið. Hópur sundnámskeiðskrakka réðist eitt sinn að mér og einum eða tveimur öðrum og hugðist lumbra á okkur fyrir eitthvað sem ég man ekki lengur hvað var. Þá var það sem ég lyfti hnífnum ógnandi á loft og krakkarnir beinlínis hrukku undan og létu okkur í friði.

Löngu seinna eignaðist ég svo annan stóran og fínan dálk í mjög flottu hulstri. Þá var ég að vinna hjá Hannesi Þorsteinssyni og hann að koma frá Finlandi. Hann gætti þess að selja mér hnífinn á 25 aura því ekki má gefa eggvopn né skæri samkvæmt Íslenskri þjóðtrú.

Í 25 ár mætti hann daglega á bílastæðið og innheimtil bílastæðagjöld. Svo hætti hann allt í einu. Þá komst upp að hann hafði allan tímann hirt peningana sjálfur og haft einar 600 milljónir króna uppúr krafsinu á þessum 25 árum. Þetta kallar maður að bjarga sér. Frá þessu var sagt í Morgunblaðinu. Í Ólafsvík var það tíðkað áður fyrr að fara á berjasvæðin undir Jökli og innheimta tínslugjöld ef menn vantaði peninga.

„Af hverju eru karlmenn vinsælli bloggarar en konur?", spyr Svanur Gísli á sínu bloggi. Þetta er áhugaverð spurning og mér finnst Svanur aðallega vera að tala um Moggabloggið. Í athugasemdum er greinilega líka verið að tala um Blogg-gáttina. Sjálfum datt mér í hug að líta á eyjubloggarana. Þeir virðast vera 112. Þar af eru 73 karlmenn en 39 konur.

Þannig að ekki er að sjá annað en staðhæfingin sé rétt. Líklega er skiptingin svipuð hjá stórhausum Moggabloggsins og á eyjunni. Eiginlega kallar þessi spurning á aðrar.

Eru hlutföllin eins slæm í öðru tölvuveseni en bloggi?

Senda konur færri tölvupósta en karlmenn?

Eru konur ekki minna áberandi allstaðar nema í húsverkum og tiltölulega fáum starfsgreinum?

Er þetta ekki afleiðing mismununar á öðrum sviðum svo sem í atvinnulífinu?

Og eru konur ekki sífellt að bæta sig, bæði á bloggsviðinu og annarsstaðar?

 

Bloggfærslur 9. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband