6.10.2009 | 00:05
825 - Davíð vs. bloggarar
Sagt er að bloggheimar logi einn ganginn enn. Ekki finn ég fyrir þessum bruna frekar en fyrri daginn. Davíð er víst að hallmæla bloggurum. Sama er mér. Les ekki Moggann.
Einhverjir blogga um þetta mál en lítið er að marka það. Mér finnst flest annað merkilegra. Les Fréttablaðið afar sjaldan því það berst aldrei til mín og mér finnst það yfirleitt ekki nógu merkilegt til að gera reka að því að nálgast það.
Mér er sama hverjum augum ritstjóri Moggans lítur bloggara. Margir þeirra eru þó miklu persónulegri og orðljótari en mér þykir við hæfi. Moggabloggsteljarinn er það fyrirbrigði sem ég tek mest mark á. Varla mundi ég nenna að blogga ef teljarinn sá segði mér ekki að einhverjir lesi eða skoði að minnsta kosti bloggið mitt. Margt fleira get ég gert hér á blogginu og í heildina er ég ekkert óánægður með dvölina hér.
Að ég sé ekkert óánægður með dvölina gerir mig auðvitað að hægri bloggara í augum margra. Skoðanir hef ég á ýmsu og vissulega læt ég einhverskonar hægri og vinstri sjónarmið ráða í málum sem ég skil illa. Sjálfum finnst mér ég vera meira til vinstri en hægri í slíkum málum en auðvitað er lítið mark takandi á því.
Ráðherrar tilkynna að vandi heimilanna sé leystur. Ég sé ekki betur en boðaðar aðgerðir séu bara afbrigði af því að velta vandanum á undan sér. Einhverjum og jafnvel mörgum getur það samt bjargað frá gjaldþroti. Útgjöldin eru líka þeirrar náttúru að þau eru ósýnileg lengi vel. Auðvitað eru skuldareigendur ekki hrifnir af því að afskifa afganga en þá verður komin ný stjórn og önnur vandamál.
Icesave verður að hverfa. Það vofir yfir okkur eins og Damoklesar sverð. Ég er í engum vafa um að þetta verðum við að borga þó ósanngjarnt sé. Útlendingar standa okkur einfaldlega ekkert að baki og eiga alveg jafnan rétt og við á að geta tekið út sinn sparnað. Það er skítt að vera til og ennþá meira skítt að þurfa að láta útrásarræningja og vanhæf stjórnvöld ráðskast með líf sitt, en við því er lítið að gera svona eftirá.
Skorað er á fólk að sniðganga bæði Morgunblaðið og kók. Þarna er ég í vanda. Nota nefnilega hvorugt. Viðurkenni samt að ég styð Moggann óbeint með því blogga hér. Auk þess versla ég oft í Bónus og á erfitt með að venja mig af því.
Menn keppast nú við að spá því að stjórnin falli. Ég hef ekki trú á að svo verði. Nægilega margir úr óánægða liðinu hjá vinstri grænum munu á endanum samþykkja Icesave og þar með er stjórninni borgið. Líkurnar á öðru stjórnarmynstri eru einfaldlega hverfandi og kosningar eru fjarlægur möguleiki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 6. október 2009
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson