848 - Búsáhaldabyltingin

Þegar mótmælendur grýttu lögregluþjóna við Stjórnarráðshúsið í janúar í vetur og almennir borgarar úr röðum mótmælenda stilltu sér upp á milli grjótkastaranna og lögreglunnar held ég að legið hafi við raunverulegu byltingarástandi hér á Íslandi. Þjóðin hafi hinsvegar sýnt að hún vill ekki slíkt og þeir sem kalla eftir byltingu núna eru að misskilja ástandið. 

Umtalað er hve Moggablogginu hefur hrakað að undanförnu. Tvennt er það einkum sem ég hef haft til viðmiðunar um vinsældir þess. Til að komast í sæti 400 á vinsældalistanum hefur oft þurft svona þrjú til fimmhundruð vikuheimsóknir. Nú eru þær 195. Hinsvegar er það hve langt er síðan nýr bloggari númer 400 kom. Nú eru 112 dagar síðan og ég held að áður fyrr hafi dagarnir verið miklu færri. Það erum við sem eftir erum hér sem væntanlega tryggjum áframhaldandi vinsældir Moggabloggsins. Það er að segja ef það verður áfram vinsælt. Reyndar veit ég ekki hve margir heimsækja mbl.is eða blog.is og hvert hlutfall þeirra er í heildarvefheimsóknum netverja hér á landi en mælingar eru til um það og segja sennilega til um auglýsingaverð.

Flest sem um Schengen-samkomulagið er sagt er afskaplega neikvætt. Fæstir skilja mikið í því og alls ekki hver fengur er í því fyrir okkur Íslendinga. Þegar verið var að koma þessu á var sagt að kostirnir væru margir. Meðal annars áttum við að geta fengið strax allar upplýsingar sem við þyrftum um glæpamenn sem legðu leið sína hingað. Ekki held ég að það hafi gengið eftir. Mér vitanlega eru þeir ekki sérmerktir þegar þeir koma.

Jú, eitt er sennilega Schengen að þakka. Við eigum tiltölulega auðvelt með að losa okkur við óæskilega hælisleitendur. Kannski er það ekki sérlega jákvætt fyrir hælisleitendurna, en ekki verður við öllu séð. Eitthvað hlýtur að vera jákvætt við Schengen þó Bretar og Írar hafi ekki komið auga á það.

Og nokkrar myndir í lokin sem teknar voru í rokinu í dag.

IMG 0015Svanir og endur.

IMG 0020Skýjafar í Árbænum.

IMG 0022Er þetta hvönn?

IMG 0031Önd í öldugangi.

IMG 0032Vatnsflaumur í Elliðaárdalnum.


Bloggfærslur 29. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband