845 - Um Loft, Jón og ýmislegt annað

Nú er hamast við að endurvekja útrásartraustið og taka margir þátt í því. Útrásarvíkingarnir ætla sér að komast aftur til valda.

Umrætt er meðal bloggara hvernig Morgunblaðið hagar sér. Birtar hafa verið glefsur úr bloggfærslum eða athugasemdum Lofts Altice Þorsteinssonar og Jóns Vals Jenssonar og hneyklast á þeim. Ég hef lent í skrifklónum á þeim báðum og veit að þeir svífast einskis. Samt mundi ég í sporum Moggabloggsstjórnenda hika við að loka á þá. Að loka á umræðu vil ég forðast í lengstu lög. Einhvers staðar verður þó að setja mörkin. Ummæli þeirra um Jóhönnu og Steingrím eru þannig að engin furða er þó fólki ofbjóði.

Vinstri menn sumir ætlast til að lokun bloggs Halldórs Egilssonar verði tekin aftur. Hann er sagður vera litli landssímamaðurinn sem umtalaður varð fyrir nokkrum árum og á að hafa skrifað illa um Baldur Guðlaugsson í blogg-grein sem nefnd er „Skinheilagur innherjasvikari". Ég hef því miður ekki séð þá grein og ekki nein málefnaleg rök fyrir því að vegna hennar hafi bloggi Halldórs verið lokað.

Ef hrunflokkarnir hefðu fengið ráðningu í hlutfalli við það sem þeir áttu skilið í síðustu kosningum hefði öðruvísi ríkisstjórn verið mynduð að þeim loknum. Ríkisstjórn sem enga ábyrgð hefði borið á bankahruninu.

Slík ríkisstjórn hefði getað sett sig á háan hest og neitað öllum samningum, bæði um Icesave og annað. Sú ríkisstjórn sem nú situr ber að talsverðu leyti ábyrgð á hruninu og vill að sjálfsögðu semja. Væru Sjálfstæðis- eða Framsóknarmenn í stjórn núna mundu þeir auðvitað vilja semja eins og skot. Þetta vita allir en flokkshestar viðkenna það ekki ótilneyddir.

Stjórnmálin á Íslandi eru þannig að tvískinnungur af þessu tagi þykir eðlilegur. Oftast er mikilvægara að valda andstæðingnum hörmungum en gera það sem eflir þjóðarhag.

Fyrir neðan blogg Eiríks Jónssonar á dv.is stendur eftirfarandi:

Ath: Eldri athugasemdir eru birtar hér fyrir neðan, en hér eftir verður aðeins hægt að skrifa athugasemdir með Facebook aðgangi.

Á endanum verð ég eflaust að slaka á klónni varðandi Facebook. En fleiri beita ofbeldi en Davíð.

 

Bloggfærslur 26. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband