839 - Emanuel Lasker

Þýski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn Emanuel Lasker var heimsmeistari í skák frá 1894 til 1921. Á þeim árum voru reykingar leyfðar við skák þó ekki sé svo nú. Vinsælt var að púa vindlareyk beint framan í andstæðinginn.

Einhverju sinni var Lasker að tafli og tók upp vindil og eldfæri og gerði sig líklegan til að kveikja í honum. Andstæðingurinn kallaði þá á skákstjórann og kvartaði undan þessu. Lasker benti á að hann hefði alls ekki kveikt í vindlinum hvað þá púað framan í andstæðing sinn. Andstæðingurinn svaraði þá:

„Já, en þú hefur sjálfur sagt í bók um skák að hótun geti verið sterkari en framkvæmd og svo sannarlega ertu að hóta því að blása vindlareyk framan í mig."

Minnir að það hafi verið 1991 sem tilraun til stjórnarbyltingar var gerð í Rússlandi. Þá voru tölvur yfirleitt ekki nettengdar en þó man ég eftir að þegar skotið var úr fallbyssum á þinghúsið í Moskvu voru menn við tölvur í nærliggjandi húsum sem lýstu því sem var að gerast sitjandi við sínar tölvur og skrifandi á gopher. Internetið er nefnilega alls ekki nýtt. Minnir að það sé frá því laust eftir stríð. Árið 1991 voru fáir á Íslandi sem fylgdust með á Netinu.

Þegar sjóflóðin féllu á Vestfjörðum man ég eftir að hafa oft endursagt það helsta úr fréttum og sett á island-list. Nokkur fjöldi námsmanna fylgdist með því.

Helsti gallinn við frammígjammið á Alþingi er að það heyrist óttalega illa í sjónvarpinu hvað kallað er. Þessi köll eru að færast í aukana og til mikillar skammar fyrir þá sem það iðka. Nefni engin nöfn.

Annars eru pólitískir andstæðingar Icesave samkomulagsins óvenju orðljótir þessa dagana hér á Moggablogginu. Ég segi pass.

 

Bloggfærslur 20. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband