831 - Jóhanna og Davíđ

Ađ mörgu leyti legg ég ađ jöfnu ţađ sem er ađ gerast í íslenskum stjórnmálum ţessa dagana og ţađ sem gerđist í sambandi viđ fjölmiđlalögin áriđ 2004. Svipađar ofsóknir eru í gangi. Menn týna sjálfum sér í óţörfum ofsa. Orđrćđan er komin úr öllu samhengi viđ tilefniđ og stjórnmálamenn sjást ekki fyrir. 

Ţó mér hafi fundist eđlilegt ađ sauma ađ Davíđ Oddssyni í sambandi viđ fjölmiđlalögin er ég viss um ađ stuđningsmenn hans hafa upplifađ ástandiđ sem ţá skapađist sem árás á hann. Ég vil ekki vera ađ fjölyrđa mikiđ um ţetta ţví stjórnmál eru leiđinleg og mannskemmandi.

Ađ sumu leyti er ég á öndverđum meiđi viđ Láru Hönnu Einarsdóttur varđandi stjórnmálaskođanir en hún stendur sig vissulega vel í ţví ađ halda útrásarbesefunum í skefjum og ţađ er frábćrt ađ geta gengiđ í safn hennar af athyglisverđum hlutum. Um daginn birti hún á bloggi sínu grein sem Njörđur P. Njarđvík hafđi skrifađ og nefnt: „Ef árgalli kemur í siđu."

Sú grein er mjög góđ og ég vil hvetja alla til ađ lesa hana. Greinin birtist á Vísi.is og bćđi má sjá hana ţar og í bloggi Láru Hönnu. (Visir.is - Umrćđan - Yfirlit greina. Blogg Láru Hönnu 8. október s.l.)

Njörđur segir međal annars:

Einna verst ţótti mér ţó ađ frétta af fjölda háskólanema sem sótti fé í atvinnuleysissjóđ á međan ţeir voru í námi. Íslenska ţjóđin gefur ţessu fólki ókeypis háskólanám, sem er fjarri ţví ađ vera regla í öđrum löndum. Ţessir nemendur launa ţá miklu gjöf međ ţví ađ svíkja fé úr almannasjóđi ćtluđum fólki sem hefur misst atvinnu sína. Ég hlýt ađ spyrja: Hvers virđi er menntun fólks sem sýnir af sér ţvílíka siđblindu? Hefur ţađ ekki í raun fyrirgert rétti sínum til ókeypis ćđri menntunar?

Ţegar ég var viđ nám á Bifröst forđum daga áttum viđ nemendurnir hver og einn eftir vissum reglum ađ standa upp í matsal og lesa einhverja tilvitnum. Ţađ kostađi oft mikil og langvarandi heilabrot ađ finna réttu tilvitnunina. Ćtli ég hafi ekki ţurft ađ standa skil á svona tilvitnunum í tvö til ţrjú skipti. Einni ţeirra man ég eftir. Hún var einhvern vegin svona: „Nútímamenn fordćma Júdas ekki fyrir ađ hafa svikiđ herra sinn heldur fyrir ađ hafa kastađ frá sér ţrjátíu silfurpeningum." 

Hugsunin er ekki ósvipuđ og í klausu Njarđar. Grćđgin er ţvílík hjá nćr öllum ađ frávik frá henni eru beinlínis skrýtin.

Ekki hefur neinum ţótt taka ţví ađ mótmćla efnislega ţví sem ég sagđi um ESB á blogginu mínu í gćr. Geng útfrá ţví ađ ţeir sem lesiđ hafa séu mér sammála.

 

Bloggfćrslur 12. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband