830 - The Bandwagon effect, Njála, ESB og ýmislegt annað

Unnið er að því hörðum höndum að þyrla upp pólitísku gerningaveðri gegn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og ríkisstjórninni allri. Stuðningsmenn eru til þó þeir láti ekki mikið fyrir sér fara. Ekki verður löng bið á að þetta verði til lykta leitt. 

Í Njáls sögu segir:

Mörður sendi konur í hérað og voru þær í brautu hálfan mánuð. Þær komu aftur og höfðu byrðar stórar. Mörður spurði hvar þeim hefði mest gefið verið. Þær sögðu að þeim hefði að Hlíðarenda mest gefið verið og Hallgerður yrði þeim mestur drengur.

Hann spyr hvað þeim væri þar gefið.

"Ostur," segja þær.

Hann beiddist að sjá. Þær sýndu honum og voru það sneiðir margar. Tók hann þær og varðveitti. Litlu síðar fór Mörður að finna Otkel. Bað hann að taka skyldi ostkistu Þorgerðar og var svo gert. Lagði hann þar í niður sneiðirnar og stóðst það á endum og ostkistan. Sáu þeir þá að þeim hafði heill hleifur gefinn verið.

Þá mælti Mörður: "Nú megið þér sjá að Hallgerður mun stolið hafa ostinum."

Af þessu má sjá að nútíma leynilögreglusögur eru ekki alveg ný uppfinning. Svona kom Mörður upp um þau Hallgerði og Melkólf.

Símamál eru svo flókin nútildags að ég forðast að reyna að skilja þau. Um daginn hringdi til mín kona og vildi endilega gera mér eitthvert símatengt gylliboð. Ég þorði ekki að játa neinu en sló svona úr og í án þess að bíta hana af mér. Bað hana meðal annars að hringja aftur seinna. Símasala er oft óttalega pirrandi á matmálstímum  en getur verið hin skemmtilegasta þar fyrir utan. Í þessu tilfelli svaraði ég áreiðanlega ekki eftir prógramminu og það varð til þess að konugreyið missti þráðinn og ég hefði sennilega getað selt henni eitthvað.

Það hefur svosem komið fram hér á blogginu mínu að ég styð inngöngu í ESB miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja. Anna Sigríður Guðmundsdóttir (ansigu.blog.is) segir í nýlegu kommenti á bloggi Láru Hönnu Einarsdóttur meðal annars:

Norðmenn allmennt held ég að viti ekki um að umsókn Íslands að ESB sé bindandi. Þeir halda að þetta séu bara aðildarviðræður eins og Normenn hafa átt við ESB. Síðan verði bindandi kosning Íslensku þjóðarinnar um vilja til aðildar.

Í kommenti við sömu færslu spurði ég hana hvað hún ætti nákvæmlega við með þessu. Kannski hefur hún ekki séð þá spurningu en vel trúlegt er að einhver sem orð mín les geti útskýrt þetta fyrir mér. Ég skil það þannig að Anna Sigríður reikni ekki með þjóðaratkvæði hér á Íslandi um mögulegan aðildarsamning að ESB. Hvað hefur hún hugsanlega fyrir sér í því?

 

Bloggfærslur 11. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband