567. - Kominn aftur á forsíðuna að ég held.

Fékk bréf áðan frá Árna Matthíassyni og skilst að það sem ég bloggaði um fyrir nokkru hafi verið samþykkt. Samkvæmt því ætti ég að vera orðinn forsíðubloggari aftur og læt semsagt á það reyna núna. Litlu súlurnar á talningablaðinu mínu eru nokkrar. Greinilega fæ ég mun færri heimsóknir þegar ég er ekki á forsíðunni. Það er hvíld að skrifa fyrir fáa og óþarfi að rembast við að blogga daglega. Hættur því.

Ég get ekki áfellst Moggabloggið fyrir að vilja hafa reglur einfaldar og skýrar. Ég samþykki alveg fyrir mitt leyti ritstýringaráráttuna. Margir eru ævinlega tilbúnir að hallmæla Moggablogginu. Ekki ég. Mér finnst þetta hafa tekist vel hjá þeim. Ómögulegt með öllu er að allir séu ánægðir því fjöldinn er mikill. Bloggið á Íslandi hefur breyst verulega með tilkomu Moggabloggsins. Þetta er umræða sem er markverð. Margir segjast aldrei lesa en gera samt.


Bloggfærslur 9. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband