580. - Hallgrímur barði bílinn

Fræg undirskrift á jólakort var svohljóðandi „Ásta, Barði, Börnin." Nú má segja: „Hallgrímur barði bílinn." Já, það er sagt að hann hafi danglað í rúðuna hjá Geir um daginn. Pólitísk tíðindi gerast nú svo hratt að það er næstum tilgangslaust að blogga um þau. Ég var að hugsa um að fara á Austurvöll á morgun (laugardag) en veit ekki hvað verður úr því. Hvers verður krafist? Verða kröfur ekki strax úreltar? Hallgrímur Helgason er að verða aðaltalsmaður mótmælenda og taka völdin af Herði. Hvar endar þetta eiginlega?

Kosningar eru á döfinni. Flokkarnir í uppnámi. Allt í hers höndum. Ómögulegt er að segja til um fylgi flokka fyrr en framboðslistar liggja fyrir. Gömlu þingmönnunum verður flestum hafnað. Þeir flokkar sem ekki skynja breytta tíma verða skildir eftir. Og ríkisstjórnin. Situr hún áfram? Er hún ekki löngu orðin ónýt með öllu?

Nýr ósiður er að ryðja sér til rúms hér á Moggablogginu. Það er ofnotkun á skilaboðakerfinu. Það er óþarfi að senda öllum sínum bloggvinum tilkynningu um að ný bloggfærsla hafi verið gerð. Til þess er bloggvinakerfið. Nýlegar blogg-greinar eiga að vísu til að birtast þar aftur og aftur að tilefnislausu. Veit ekki af hverju. Það ættu blogg-guðirnir að athuga. Mér finnst skilaboðakerfið eiga að vera til að senda bloggvinum sínum orðsendingu ef ástæða er til. Núna er engin leið að sjá hvort skilaboðin eru einstök eða í heildsölu.

Ég er alltaf að reyna að hætta að blogga um tíðindi dagsins. Hér er uppfærsla á listanum um afbökuð orðtök. (nokkur ný)

Hann kom eins og þjófur úr heiðskíru lofti.
Hann lenti milli steins og steggja.
Róm var ekki byggð á einni nóttu.
Það er ekki hundur í hættunni.
Betra er að hafa vaðið fyrir ofan sig.
Þar kom horn úr hljóði.
Þegar í harðfennið slær.
Þetta er nú ekkert til að hlaupa húrra yfir.
Þið eruð eitthvað svo spænskir á svipinn.
Ekki fyrr en eftir djúpan disk.
Láttu ekki slá um þig. Þú gætir forskalast.
Hann steig ekki feilnótu í leiknum.
Það þýðir ekkert að efna og efna, en lofa svo aldrei neinu.
Að hellast úr lestinni.
Svo lengist lærið sem lífið.
Að bera í blindfullan lækinn.
Að slá tvö högg með einni flugu.
Hann sendi mér augntotur.
Sjaldan launar kálfur ofbeldið.
Að slá sjö flugur í sama höfuðið.
Fyrir neðan allan þjófabálk.


Bloggfærslur 24. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband