534. - Um feminisma, Vigdísi Finnbogadóttur og fleira

Orðið feminismi er illa valið. Jafnrétti væri skárra en það er bara búið að misnota það svo herfilega. Mér skilst að orðið feminismi eigi að ná yfir algert jafnrétti kynjanna á öllum sviðum.

Fáir vita það betur en feministar sjálfir hve litlu það hefur skilað í jafnréttisátt að ná lagalegu jafnrétti. Andfeministar klifa oft á því að feministar sækist eftir forréttindum kvenfólki til handa og nefna þá gjarnan dæmi um að kvenfólki veiti betur í tilteknum málum. Auðvitað er alltaf hægt að finna slík dæmi en dæmin um hið gagnstæða eru bara miklu fleiri og skipta miklu meira máli.

Kvenfólk er jafnan vinstrisinnaðra en karlar er sagt. Þetta kann vel að vera rétt en segir ekki nokkurn skapaðan hlut um kynferði eða stjórnmál. Vinstrisinnar hafa oft gumað af því að þeir séu gáfaðri og meira meðvitaðir um stjórnmálaleg efni og listir allskonar en hægrisinnar. Þetta er næstum örugglega vitleysa og þar að auki ekki vel til þess fallið að auka vinsældir vinstri stefnu.

Stundum er sagt að hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum séu úrelt. Mér finnst þó oft auðvelda leiðina til skilnings að hugsa um stjórnmál sem lóð á vogarskál sem ýmist hallast til vinstri eða hægri. Samanburður á slíku milli landa verður þó oft villandi og undantekningarnar legíó.

Á Íslandi snúast stjórnmálaumræður yfirleitt ekki um grundvallaratriði heldur frekar um tiltekin dæmi sem leggja má útaf á ýmsa vegu.

Þegar snjóflóðið skall á Flateyri varð frú Vigdís Finnbogadóttir flemtri slegin eftir því sem hún sagði í sjónvarpi. Öllum getur misskjöplast eins og maðurinn sagði og þó ég geti ekki gleymt þessu málblómi fyrrverandi forseta frekar en kryddsíldarveislu danadrottningar sýnir það fyrst og fremst minn innri mann en ekki Vigdísar.

Ég get heldur ekki gert að því að eina vísan sem ég man eftir úr fjölmiðla-frumvarps-stríðinu um árið er þessi:

Vanhæfur kom hann að verkinu.
Vigdís plantaði lerkinu.
Bónus hann á
eins og hvert barn má sjá.
Það er mynd af honum í merkinu.

1234.jpgSvo gengur víst mynd af nýjasta jólasveininum sem nefndur er Bankaskellir á milli manna um þessar mundir.

 

Bloggfærslur 6. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband