542. - Stefán Friðrik Stefánsson ætti að "þaga" smástund sjálfur

Stefán Friðrik Stefánsson er þindarlaus bloggari og bloggar gríðarlega mikið. Hugsanlega við allar fréttir sem hann les á mbl.is. Ég er ekkert að lasta það þó hann bloggi mikið. Sumir mundu jafnvel telja mig blogga mikið þó ég telji ekki svo vera.

Hann er einn af þeim sem helst ekki vill að mikið sé kommentað á sín skrif. Það er þessvegna sem ég skrifa um hann hér eða tel mér trú um að svo sé. Komment hjá honum birtast bara ef hann samþykkir þau. Einu sinni ætlaði ég að kommenta hjá honum út af málvillu en hann vildi ekki birta það. Má þó eiga að hann leiðrétti samkvæmt aðfinnslunni.

Nýleg fyrirsögn hjá honum er svona: „Tekst mótmælendunum að þaga í 17 mínútur?" Málvillur eru óvenju ljótar í fyrirsögnum. Hann hefði frekar átt að nota sögnina að þegja. Kannski leiðréttir hann þetta einhverntíma og kannski ekki.

Það er þó miklu mikilvægara að skrifa um mótmælin sjálf. Sumir vona að þau séu að fjara út. Aðrir hið gagnstæða. Ég er í síðarnefnda hópnum en viðurkenni alveg að þetta er að verða svolítið vandræðalegt. Varðandi mótmælin í dag (laugardag) var fólki fyrst ráðlagt að lúta höfði, en síðan var það dregið til baka. Ekki nógu sniðugt.


Bloggfærslur 14. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband