538. - Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson gúglaður

Gúglið er skemmtilegt tæki. Eftirfarandi fann ég þar nýlega um bloggvin minn merkan sem stundum les bloggið mitt og veit að ég hef gaman af að pota í hann.

„Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson komst í fjölmiðla í Danmörku fyrir nokkrum árum þegar hann reyndi að fletta ofan að framgöngu Dana gegn gyðingum. Eins og kunnugt er voru danskir gyðingar ferjaðir yfir sundið til Svíþjóðar haustið 1943 og björguðust flestir með þessum hætti. Vilhjálmi taldi að þessir atburðir hefðu tekið á sig mynd goðsagnar og vildi fá að komast í skjöl útlendingaeftirlitsins til að sanna að í Danmörku hefði verið rekin andgyðingleg stefna. Úr þessu varð talsverð rekistefna

Áður varð Vilhjálmur frægur á Íslandi þegar hann reyndi af miklum ákafa að sýna fram á að silfursjóður sem fannst á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi hefði verið falsaður. Hann lét þar ekki staðar numið heldur lét að því liggja að hjónin sem bjuggu á Miðhúsum hefðu sjálf falsað sjóðinn. Fyrir þetta var Vilhjálmur rekinn úr starfi á Þjóðminjasafninu og var síðar dæmdur til að greiða hjónunum miskabætur."

Ég veit ekki hver skrifaði þetta og þaðan af síður hvort eitthvað er til í þessu. Kannski er ég að gera þeim sem skrifaði þetta óleik með því að birta þetta hér og bið ég viðkomandi þá afsökunar á því. Mér finnst þetta þesslegt að hafa einhverntíma birst á málefnin.com en veit ekki meira um það.

Meðal annarra bóka sem ég er með af bókasafninu er bókin hennar Jónu „Sá einhverfi og við hin." Þessi bók er prýðilega skrifuð og Jóna hefur lag á að koma eðlilegum tilfinningum frábærlega vel til skila. Margt af því sem þarna er að finna er bein endursögn af blogginu hennar en talsverðar viðbætur eru þó og flestar vel heppnaðar.

Nýleg saga af blogginu hennar er mér ofarlega í huga. Hún átti að mæta í viðtal um daginn í útvarpshúsið við Efstaleiti útaf bókinni sinni og var haldin þeirri meinloku að leiðin þangað væri sú sama og að Veðurstofuhúsinu. Þar fann hún að sjálfsögðu ekkert útvarpshús. Hún sagði hinsvegar svo skemmtilega frá þessu á blogginu sínu að það var orðið eins og besta spennusaga að vita hvort hún slyppi í tæka tíð frá þessari hræðilegu villu.


Bloggfærslur 10. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband