499. - Það kreppir að í bloggheimum

Lítið bloggað í kvöld. Svo lítið að líklega rekast fáir hingað inn. Samt ætla ég ekki að sleppa þessum degi.

Fór í dag í IKEA og fékk mér sænskar kjötbollur eftir að hafa skoðað vörur þar í smátíma. Já, það er erfitt að skoða draslið í IKEA.

Skrapp í Hveragerði í gær og fékk nokkrar gamlar myndir hjá Bjössa. Fór með þær til Guðjóns ritstjóra í dag því þær eiga að vera með Bláfellsgreininni í nóvemberheftinu af Heima er bezt.

Nei, svona dagbókarskrif henta mér ekki. Skárra að blogga ekki neitt ef maður hefur ekkert að segja.

Séra Svavar Alfreð á Akureyri bloggar um Íslenska orðræðugreiningu ehf og Ólína á Ísafirði um skuldhreinsun. Þetta er vel að orði komist hjá báðum. Jafnast þó ekki á við áruhreinsunina í Hafnarfirði. Það er einfaldlega sprotafyrirtæki aldarinnar.

Kíki alltaf öðru hvoru í Google readerinn en annað hvort hef ég sett of marga í hann eða þá að ég fer of sjaldan þangað því venjulega eru innleggin svo mörg að ég nenni varla að lesa þau öll.

Frá því var skýrt í fjölmiðlum að nýlegar rannsóknir hafi sýnt að frekar kvikni í nýjum og dýrum bílum en gömlum druslum. Þetta er merkilegt rannsóknarefni og mér dettur ekki í hug að halda að snáparnir séu að gefa í skyn að kveikt hafi verið í bílunum. Þá hefðu þeir einfaldlega sagt það.

 

Bloggfærslur 4. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband