3237 - Um heimsmál

Nú er klukkan rúmlega eitt á laugardegi milli jóla og nýárs og árið er 2024. Samt er ég að hugsa um að byrja á næsta bloggi, því ég er í sæmilegu skrifstuði. Kannski er ég að koma til í þessu. Aldrei að vita.

Ég er vinstri sinnaður í pólitík á því er enginn vafi. Og ég skammast mín ekki nokkurn hlut fyrir það þó ég bloggi hér. Þægilegast finnst mér að skipta flokkum eftir þeim línum. Þ.e. í vinstri og hægri. Auðvitað skil ég að sú skipting er dálítið úrelt, en samt hjálpleg. Einnig finnst mér þægilegt að skipta flokkum eftir heimsmálum og oft er það ágætt. Annars er flokkspólitík yfirleitt mannskemmandi.

Nú um stundir finnst mér oft best að skipta flokkum eftir svæðum, ef annað er ekki hægt. Þannig eru, að mér finnst, Vestrurlandabúar yfirleitt einstaklingshyggjumenn en þeir sem búa í Austurlöndum meira fyrir samvinnuna.

Kannski ég láti þetta duga að sinni, enda er ég búinn að vera lengi að þessu og skrifa hægt.

IMG 1126Einhver mynd.


3236 - Áramót

Hver veit nema ég byrji á reglulegum bloggskrifum fyrir áramót. Landið virðist vera að rísa. Sólstöðustjórn og svona. Mér finnst allavega margt fara batnandi. Er búinn að lesa bókina hans Eiríks Bergmann og fannst hún nokkuð góð.

Áreiðanlega er ég ekki eins góður í fingrasetningu og hann, en þetta kemur vonandi. Samsvörun er í ýmsu hjá okkur en allsekki í öllu. Ekki veit ég hvaða bók ég les næst. Ég fékk þær nokkrar í jólagjöf.

Ég hef svosem engan sérstakan áramótaboðskap að flytja, og ætti þessvegna að þegja. Það geri ég samt ekki. Nú er ég að komast í skrifstuð. Ekki er það nú með öllu óvænt, en velkomið samt.

Jólin voru vel heppnuð, góður matur og þessháttar. Samt át ég fullmikið af Hamborgarhrygg samanborið við kalkún eins og ég hefði átt að gera. Ekki verður þó við öllu séð og heldur er ekki víst að alltaf sé hvortveggja á boðstólum. Hættur núna.

IMG 3010Einhver mynd.


3235 - Ný ríkisstjórn

Nú er ekki nema rúmlega dagur til kosninga. Ég er ekki enn búinn að ákveða hvað ég kýs. Líklega stendur valið á milli Samylkingar og Sósíalista. Segja má að sósíalistar eigi skilið að eiga fulltrúa á þingi nú þegar vinsri grænir hverfa þaðan.

Allt útlit er samt á að hægri-sinnuð ríkisstjórn verði áfram við völd. Samt fer það eftir skilgreiningum. Framsókn horfir að vísu til vinstri, en enginn veit hvar Flokkur fólksins er á vinstri-hægri ásnum.

Nú er það komið í ljós að Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins ætla að reyna stjórnarmyndun. Ekki er alveg víst að það  takist, en slík stjórn yrði líklega kölluð vinstri stjórn. Konur hafa aldrei reynt stjórnarmyndun hér á Íslandi, svo kominn er tími til.

Og það tókst. Efast um að nokkru sinni hafi nokkurri ríkisstjórn verið fagnað eins mikið og þessari og kemur þar margt til.

Líklega verður þetta Desemberinnlegg mitt, en á næsta ári hef ég fullan hug á að bæta mig, hvað regluleg skrif varðar. Hættur núna.

IMG 2988Einhver mynd.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband